Kirkjuritið - 01.01.1965, Side 62
Björn Jakobsson, kennari í Reykholti:
Ljósið í glugganum
(Erindi)
Góft’ir fundarmenn.
É<i hef lítii'í erindi að flytja, sem ég nefni Ljósið í glugganum.
Þetta erindi mitt er ákaflega laust í reipunum, eins konar
hugleiSing, samanslungin af ýmsum þáttum — og líklega frek-
ar umræðuefni en hér sé um úrlausnir að ræSa.
Engin nýmæli eru hér á ferS. En þó finnst mér þessum al-
kunnu sannindunt oft ekki nægur gaumur gefinn, og því vek
ég athygli á þeim. — Og svo sem áður hefur komið fram hjá
mér á þessum vettvangi, er hér aðalviðfangsefni spurningin:
„Hvað skal gera?“
Sá var löngum íslenzkur siður, ef dimmviöri var að kvöld-
eða næturlagi og von var mannaferða, að láta ljós loga í ein-
hverjum glugganum — ef ske kynni, að villlur ferðamaður
kæmi auga á ljósið. Þessi fagri siður varð oft til bjargar. En
stundum gerfíust þau undur, að villtur ferðamaður sá ljós, sem
enginn í mannheim.i hafð’i kveikt, en varð hinum villta til
bjargar. Sá, sem trúir á handleiðslu, er ekki í vafa urn skýr-
inguna á því fyrirbæri.
II.
Eina vísu kann ég, sem lætur óvenjulítið yfir sér, en liefur
þó boðskap að flytja. Hún er lögð í munn lítillar stúlku, sem
raular fyrir munni sér: