Kirkjuritið - 01.01.1965, Page 84
78
KIHKJUIIITIÐ
Ekki fór prestur austur yfir Elilvatn í þetta sinn. Hefur liann
annað hvort verið búinn að húsvitja Steinsmýringa áður, eða
ætlað að geyma það eittlivað fram á veturinn, einhverra hluta
vegna. En á þremur dögum kom prestur á alla bæi utan Eld-
vatns. Gekk ferðin eins og í sögu, enda var veður og færi með
ágætum. Prestur — og þeir Jón báðir — gisti fyrstu nóttina á
Hnausum hjá þeim bræðrum Jóni og Stefáni Hannessonum —
aðra á Melliól lijá Sveini Þorsteinssyni og Guðrúnu Eyjólfsdótt-
ur konu lians. Þau fluttu síðar að Feðgum. Fengu þeir liinn
bezta beina á báðum þessum bæjum eins og vænta mátti. Þriðja
daginn, sem húsvitjun klerks stóð, fór að þykkna í lofti og um
kvöldið var komið suð-austan rok með mikilli úrkomu. Þá nótt
gistu þeir á Strönd hjá Einari Einarssyni og Steinunni Árna-
dóttur miðkonu lians. Hafði prestur þá lokið við að húsvitja þá
bæi, sem hann ætlaði að Ijúka í þessari ferð.
Alla nóttina liélst veðrið með stóra slagveðri. Var ekkert lát á
því um morguninn. Var víða eins og yfir hafsjó að líta þar sem
vatnið flæddi um svellaða jörðina. Þennan dag vildi prestur
fyrir alla muni koinast út í Ver, taldi sig ekki mega með nokkru
móti getað frestað heimförinni, ef þess væri nokkur kostur að
komast yfir Fljótið. Er þeir ferðafélagarnir liöfðu matast á
Strönd um morguninn liéldu þeir á stað, þótt illa væri spáð
fyrir ferð þeirra.
Austasti lilutinn af Kúðafljóti er kallaður Kvíslar. Þær falla
milli bæjanna Strandar og Sanda. Sá bær stendur raunverulega
á liólma úti í Fljótinu. Hann er kallaður Bæjarhólmi. Hefur
það jafnan verið nokkuð breytilegt liversu mikill liluti Fljóts-
ins hefur fallið í Kvíslunum. Þegar þær liafa verið livað mest-
ar hefur verið sundvatn út í Sanda. (Svo var jafnan síðustu árin,
sem Sandar voru í byggð, en það mun eðlilega liafa verið ein
aðalorsökin til þess að bærinn fór í eyði. Það var kringum
1940). Þegar þeir séra Bjarni og Jón Sverrisson komu að Kvísl-
unum sást vel liver álirif úrkoman liafði þegar liaft á Fljótið.
Var þar flugliált en vatnið ofan á ísnum óvíða nema í hné, svo
að straumurinn var ekki þungur. Lengi voru þeir félagar að
fikra sig yfir Kvíslarnar. Þó gekk það allt slysalaust. Um liádegi
komu þeir blautir og braktir að Söndum. Þar bjó þá Guðmund-
ur Loftsson, bróðir Markúsar í Höfðanum. Hann var kvæntur
Guðrúnu, elstu dóttur séra Magnúsar Nordals, var seinni maður