Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1965, Page 84

Kirkjuritið - 01.01.1965, Page 84
78 KIHKJUIIITIÐ Ekki fór prestur austur yfir Elilvatn í þetta sinn. Hefur liann annað hvort verið búinn að húsvitja Steinsmýringa áður, eða ætlað að geyma það eittlivað fram á veturinn, einhverra hluta vegna. En á þremur dögum kom prestur á alla bæi utan Eld- vatns. Gekk ferðin eins og í sögu, enda var veður og færi með ágætum. Prestur — og þeir Jón báðir — gisti fyrstu nóttina á Hnausum hjá þeim bræðrum Jóni og Stefáni Hannessonum — aðra á Melliól lijá Sveini Þorsteinssyni og Guðrúnu Eyjólfsdótt- ur konu lians. Þau fluttu síðar að Feðgum. Fengu þeir liinn bezta beina á báðum þessum bæjum eins og vænta mátti. Þriðja daginn, sem húsvitjun klerks stóð, fór að þykkna í lofti og um kvöldið var komið suð-austan rok með mikilli úrkomu. Þá nótt gistu þeir á Strönd hjá Einari Einarssyni og Steinunni Árna- dóttur miðkonu lians. Hafði prestur þá lokið við að húsvitja þá bæi, sem hann ætlaði að Ijúka í þessari ferð. Alla nóttina liélst veðrið með stóra slagveðri. Var ekkert lát á því um morguninn. Var víða eins og yfir hafsjó að líta þar sem vatnið flæddi um svellaða jörðina. Þennan dag vildi prestur fyrir alla muni koinast út í Ver, taldi sig ekki mega með nokkru móti getað frestað heimförinni, ef þess væri nokkur kostur að komast yfir Fljótið. Er þeir ferðafélagarnir liöfðu matast á Strönd um morguninn liéldu þeir á stað, þótt illa væri spáð fyrir ferð þeirra. Austasti lilutinn af Kúðafljóti er kallaður Kvíslar. Þær falla milli bæjanna Strandar og Sanda. Sá bær stendur raunverulega á liólma úti í Fljótinu. Hann er kallaður Bæjarhólmi. Hefur það jafnan verið nokkuð breytilegt liversu mikill liluti Fljóts- ins hefur fallið í Kvíslunum. Þegar þær liafa verið livað mest- ar hefur verið sundvatn út í Sanda. (Svo var jafnan síðustu árin, sem Sandar voru í byggð, en það mun eðlilega liafa verið ein aðalorsökin til þess að bærinn fór í eyði. Það var kringum 1940). Þegar þeir séra Bjarni og Jón Sverrisson komu að Kvísl- unum sást vel liver álirif úrkoman liafði þegar liaft á Fljótið. Var þar flugliált en vatnið ofan á ísnum óvíða nema í hné, svo að straumurinn var ekki þungur. Lengi voru þeir félagar að fikra sig yfir Kvíslarnar. Þó gekk það allt slysalaust. Um liádegi komu þeir blautir og braktir að Söndum. Þar bjó þá Guðmund- ur Loftsson, bróðir Markúsar í Höfðanum. Hann var kvæntur Guðrúnu, elstu dóttur séra Magnúsar Nordals, var seinni maður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.