Kirkjuritið - 01.01.1965, Side 96
90
KIRKJURITIÐ
Forseti Lúterska heimssam-
bandsins fagnar niðurstöðum
V atican-þingsins
Minneapolis: — Forseti Lút-
herska heimssambandsins, Dr. Fred-
rik A. Schiotz, sagúi hér, að flestir
lútherskir menn víða uin heim
fögnuðu „vissum ávaxtaríkum nið-
urstöðum“ af störfum Annars Vati-
can-þingsins fram til þessa.
Dr. Sehiotz, sem einnig er forseti
Ainerísku-lúthersku kirkjunnar í
USA, sagði, að hann fagnaði sam-
þykktina um eflingu einingar krist-
inna manna og kallaði liana „grund-
völl nýrra opinskárra viðskipta við
aðrar kirkjur og heiminn“.
Hann sagði, að lútherskir menn
svo og aðrir mótmælendur hörmuðu
þá staðreynd, að Páll VI hefði frest-
að atkvæðagreiðslu um trúfrelsi.
. .Yfirlýsing Dr. Schiotz var á þessa
Ifiíi:
Flestir lútherskir menn munu
vera þakklátir fyrir vissar ávaxta-
ríkar niðurstöður af gerðum Annars
Vatican-þingsins fram til þessa. Þær
eru þessar:
1. Reglugerðin um kirkjuna, De
Ecclesia, hefur lagt áherzln á mynd
Bihlíunnar af kirkjunni sem lýð
Guðs frekar en hefðbundin stofn-
unar- og réttarfars viðhorf.
2. Að reglugerðin tekur alvarlega
þá staðreynd, að kirkjan sé til í viss-
um skilningi utan takinarka Róm-
verk-kaþólsku kirkjunnar.
3. Að reglugerðin um alheims-
kirkjuhreyfinguna, De Oekumenis-
mo, sem gengnr út frá skilningi
kirkjunnar í De Ecclesia, setur fram
grundvallarreglur rómversk-ka-
þólsks einingarslarfs. Talað er um
önnur kristin samfélög sem „kirkj-
ur“ eða „kirkjusamfélög“ og viður-
kennt er raunverulegt samband
þeirra við Krist. Með hvatningu
sinni til samræðna á rnilli kirkju-
deilda verður hún grundvöllur nýrra
opinskárra viðskipta við aðrar
kirkjur og heiminn.
En Dr. Schiotz harmaði eftirfar-
andi:
Frestun atkvæðagreiðslunnar um
trúfrelsi til næstu þingsetu hefur
valdið mörgum áhyggjiun. Hvernig
frestunin var ákveðin veknr spurn-
ingu um það, hvort kenningin um
stjórn hiskuparáðuneytis, þar sem
páfi sitji sem fremstur meðal jafn-
ingja, verði tekin alvarlega. En
ákvörðunin uni frestunina var tek-
in á þann liátt, að páfinn greip inn
í störf þingsins og ákvað frestun
atkvæðagreiðslunnar þvert ofan í
óskir mikils meirihluta hiskupanna.
Það er viðurkennt, að páfinu stóð
gagnvart alvarlegum vanda innan
kirkjunnar í sambandi við deiluna
um trúfrelsið. Nýjar efasemdir
hafa verið vaktar meðal niótmæl-
enda. En skjót, jákvæð afstaða á
skýlausu máli á næstu þingsetu þarf
til þess að upphefja vonbrigðin.
I þeirri von, að kenningin um
samráð hiskupanna verði virkur
þáttur i öllum ákvörðnnuin Róm-
versk-kaþólsku kirkjunnar, geta
mótmælendur ckki dulið þá ósk. að
fundinn verði leið til þess að leik-
menn eigi fulltrúa í slíku ráðuneyti.
(LWP, 11. des. 1961).