Kirkjuritið - 01.10.1965, Blaðsíða 10
Drottínn,
við getum ekki varizt gráti
Drottinn, við getum ekki varizt gráti
vegna umhugsunarinnar um bræður okkar og systur í Suður-Afríku.
Heyr þú kveinstafi þeirra, Drottinn.
Leið hina dánu í dýrð þína
og styrk hina þjökuðu.
Drottinn,
Suður-Afríka þarfnast þíns heilaga anda.
Börn þín, Drottinn,
hafa verið skotin.
Þau hafa hrópað til þin
þar sem þau hafa veltst um í blóði sínu.
Drottinn, börn þín
sitja í brynvögnum
og skjóta.
Þetta eru börn þín, Drottinn.
Þannig erum við öll.
Enginn er öðrum betri.
Einn fer í þessa kirkjuna,
hinn í hina.
Báðir biðja til þín.
Þó segja sumir
að aðrir séu sóðalegir og að ]>að leggi af þeim fýluna.
Og enn segja aðrir:
Gef mér blettinn,
sem þú og feður þínir hafa ræktað,
því að þetta er mitt land.
Einn sefur í skrauthýsi,
annar liggur á moldargólfi.
Og hatriö á milli þeirra
vex eins og maís á regntímanum.
Drottinn, þú ert friðflytjandinn.
Ber þú, ó, Drottinn
sáttarorð á milli bræðranna.
Við biðjum þig þessa, Drottinn,
í nafni frelsarans, Jesú Krists.
Drottinn, við erum hér í KFUM.
og höfum hugsað okkur að efna til ofurlitils fagnaðar
í trausti þess að það sé ekki gegn vilja þinum.