Kirkjuritið - 01.10.1965, Blaðsíða 44
426
KIRKJUItlTIÐ
ingar um þau. — Systkiniu á Lóniatjörn gáfu hátíöahökul og allarisklæöi
til miuningar um föður sinn, Guðmund Sæmundsson, og látna syslur sína.
Afkomendur Jóhanns Bessasonar á Skarði gáfu útiljóskross til minning-
ar um hann, en hann var einn þeirra, sem unnu að kirkjusmiðinni undir
stjórn Tryggva Gnnnarssonar. — Hjálmar Vilhjálmsson frá Sundi gaf
rafmagnshitakerfi í kirkjuna. — Teppi á kirkjugang gaf kvennfélagið
Hlín í Höfðahverfi. — Kristján Júliusson gaf altariskross til minningar
um Soffíu Kristjánsdótlur í Miðgerði. — Auk þess hárust margar mjög
veglegar peningagjafir. — Sv. P.
Hóladagur 1965
Sunnudaginn 15. ágúst s. I. var hinn árlegi Hóladagur haldinn að Hóluui í
Hjaltadal. Hátíð þessi var lialdin á vegum Ilólafélagsins, sem stofnað var á
Hóluin 16. ágúst í fyrra. Er ætlunin að halda slíkar hátíðir árlega um miðj-
an ágúst cflirleiðis. Hátíðin liófst að þessu sinni með guðsþjónustu í Hóla-
dómkirkju. Þar prcdikaði biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, og
þjónaði fvrir altari eftir prédikun, en sóknarpresturinn annaðist altaris-
þjónustu fyrir prédikun. Kirkjukór Keynistaðarkirkju söng undir sljórn
söngstjóra síns, Jóns Björnssonar liónda á Hafsteinsstöðuin. Var guðsþjón-
ustan öll hin hátíðlegasta.
Eftir guðsþjónustuna var kafkfihlé, og nutu menn góðra veitinga í hinu
myndarlega gistihúsi staðarins, sem rekið var í suinar af frú Steinunni Haf-
stað. Klnkkan 4 var svo safnazt saman i Hólakirkju á ný. Fyrst suugu
kirkjugestir sálm undir stjórn Jakohs Tryggvasonar söngstjóra á Akureyri.
Því næst flutti Þórarinn Björnsson skólameislari á Akureyri ræðu, gagn-
merka svo sem vænta mátti. Að lokinni ræðu skólameistara las séra Helgi
Tryggvason upp fallegt kvæði eftir Valdimar Snævarr. Kvæðið heitir Ilóla-
staður. Þegar hér var komið, gengu nienn úr kirkju og söfnuðust saman
siinnan undir kórstafni kirkjunnar, og þar var iilýtt á góðan söng karlakórs-
ins Feykis. Söngstjóri var Árni Jónsson bóndi á Víðimel. Að söng loknuin
var sýnd kirkjuleg kvikmynd í lcikfimisal skólans. Hana sýndi séra Péttir
Sigurgeirsson á Akureyri. Þá var og aðalfundur Ilólafélagsins haldinn þcnn-
an dag. Stjórn þess skipa nú: séra Helgi Tryggvason, formaður, séra Sigurð-
ur Guðmundsson á Grenjaðarstað, séra Pétur Sigurgeirsson, Akureyri, séra
Gísli Kolheinsson á Melstað, Gísli Magnússon hóndi í Eyhildarholti, Hauk-
ur Jörundsson skólastjóri, Hólunt og frú Entma Hansen sama stað. Stjórn
Hólafélagsins Iiefur látið gera nýtt Hólamerki úr silfri. Á merkinu er mynd
af kirkju og turni svo og áletrunin: Hcim að Hólum. Er ætlunin að selja
þessi merki til ágóða fyrir starfsemi Ilólafélagsins. Þá var og slofnað til
skyndihappdrættis í sama tilgangi. Margir sóttu Ilóla heini 15. ágúst og
héldu þaðan að kveldi eftir hátíðlegan dag.
Söngmól
Hinn 22. maí 1965 liélt Samhaiid vestfirzkra kirkjukóra söngmót á Isa-
fjarðarkirkju. Þessir kórar tóku þátt í mótinu: Kirkjukór Þingeyrar, söng-