Kirkjuritið - 01.10.1965, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.10.1965, Blaðsíða 12
394 KIIiKJURITIÐ aldarspekinga, og þá einkum hins mikla Aristótelesar, engu síð- ur en á sjálfa Biblíuna, og leituðust við að vefa úr heimspeki- kenningum þeirra og frásögnum liennar heimsskoðun, sem væri fullkomin í eitt skipti fyrir öll og engu þyrfti síðar við að bæta. Yísindin áttuðu sig á því, að það ívaf, sem þau lögðu til í þenn- an refil, var endingarlítið og þurfti jafnvel sífelldrar endurnýj- unar við, en margir kirkjunnar menn liéldu dauðalialdi í þessa heimsmynd fornra náttúrufræðinga og guðfræðinga, svo sem málaferlin gegn Galileo báru vitni um á 17. öld, deilur þeirra Wilberforce biskups og prófessors Huxleys á 19. öld og liin al- ræmdu apamálaferli í Dayton á þessari öld. Slík hneykslismál innan kristninnar hafa í vitund mikils þorra manna varpað skugga á Biblíuna sem lieimild um opinherun Guðs mönnunum til handa, en einnig á þá staðreynd, að Bihh'an er merkasta og samfelldasta menningarsöguleg heimild, sem finnst í rituðu máli frá liðnum öldum. Fyrir lílið meira en einni öld náði söguleg yfirsýn fræði- manna varla lengra aftur en til Forn-Grikkja, með þokukennd- um myndum af menningu Forn-Egypla lengst út við sjóndeild- arhring, eða í liæsta lagi unt 4700 ár aftur í tímann. Síðan liafa bælzt við nýjar vísindagreinar, sem sýna að það tímabil nær aðeins yfir lítinn hluta af ferli manns á jörðunni. Fornleifa- fræðingar liafa grafið úr jörð steinverkfæri, sem talin eru unt og yfir 100 þúsund ára gömul, og hauskúpuleifar, sem benda til þess, að talstöðin í heilanum liafi þá veriö svo þroskuð, að þessir löngu liðnu fornmenn liafi átt sitt talmál, en hið talaða orð er undirstaða menningarinnar og þess möguleika að láta nýjum kvnslóðum í arf samansafnaða reynslu og þekkingu eldn kynslóða. Sköpunarsagan orðar þetta svo, að Guð hafi látið manninn gefa öllum dýrunum nöfn, en nafngifl þess, sem fyrir augun her eða í ltugann keinur, er frumskilyrði allrar mann- legrar liugsunar. Hvað kemur þetta Biblíunni við, mun einhver spyrja. Því er til að svara, að fornleifafræðin og mannfræðin, sem báðar eru mjög ungar vísindagreinar, varpa nýju Ijósi á margt það í Bibh- unni, sem vantrúarmenn Iiafa talið liégiljur einar. Biblían bregður upp ótal myndum af atburðum og menningu þjóða, sein áttu sér sínar borgir og bókasöfn, skráð á papyrus eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.