Kirkjuritið - 01.10.1965, Side 12

Kirkjuritið - 01.10.1965, Side 12
394 KIIiKJURITIÐ aldarspekinga, og þá einkum hins mikla Aristótelesar, engu síð- ur en á sjálfa Biblíuna, og leituðust við að vefa úr heimspeki- kenningum þeirra og frásögnum liennar heimsskoðun, sem væri fullkomin í eitt skipti fyrir öll og engu þyrfti síðar við að bæta. Yísindin áttuðu sig á því, að það ívaf, sem þau lögðu til í þenn- an refil, var endingarlítið og þurfti jafnvel sífelldrar endurnýj- unar við, en margir kirkjunnar menn liéldu dauðalialdi í þessa heimsmynd fornra náttúrufræðinga og guðfræðinga, svo sem málaferlin gegn Galileo báru vitni um á 17. öld, deilur þeirra Wilberforce biskups og prófessors Huxleys á 19. öld og liin al- ræmdu apamálaferli í Dayton á þessari öld. Slík hneykslismál innan kristninnar hafa í vitund mikils þorra manna varpað skugga á Biblíuna sem lieimild um opinherun Guðs mönnunum til handa, en einnig á þá staðreynd, að Bihh'an er merkasta og samfelldasta menningarsöguleg heimild, sem finnst í rituðu máli frá liðnum öldum. Fyrir lílið meira en einni öld náði söguleg yfirsýn fræði- manna varla lengra aftur en til Forn-Grikkja, með þokukennd- um myndum af menningu Forn-Egypla lengst út við sjóndeild- arhring, eða í liæsta lagi unt 4700 ár aftur í tímann. Síðan liafa bælzt við nýjar vísindagreinar, sem sýna að það tímabil nær aðeins yfir lítinn hluta af ferli manns á jörðunni. Fornleifa- fræðingar liafa grafið úr jörð steinverkfæri, sem talin eru unt og yfir 100 þúsund ára gömul, og hauskúpuleifar, sem benda til þess, að talstöðin í heilanum liafi þá veriö svo þroskuð, að þessir löngu liðnu fornmenn liafi átt sitt talmál, en hið talaða orð er undirstaða menningarinnar og þess möguleika að láta nýjum kvnslóðum í arf samansafnaða reynslu og þekkingu eldn kynslóða. Sköpunarsagan orðar þetta svo, að Guð hafi látið manninn gefa öllum dýrunum nöfn, en nafngifl þess, sem fyrir augun her eða í ltugann keinur, er frumskilyrði allrar mann- legrar liugsunar. Hvað kemur þetta Biblíunni við, mun einhver spyrja. Því er til að svara, að fornleifafræðin og mannfræðin, sem báðar eru mjög ungar vísindagreinar, varpa nýju Ijósi á margt það í Bibh- unni, sem vantrúarmenn Iiafa talið liégiljur einar. Biblían bregður upp ótal myndum af atburðum og menningu þjóða, sein áttu sér sínar borgir og bókasöfn, skráð á papyrus eða

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.