Kirkjuritið - 01.10.1965, Blaðsíða 3
Páll Þorleifsson:
Varðmennirmr og múrinn
SynódusrœSa
»í'g liefi skipaS varSmenn yfir múra þína, Jerúsalem, þeir skulu aldrei
þegja, hvorki um daga né nælur. Þér, sem minniS drottinn á, unniS ySur
cngrar hvíldar.“ — (Jes. 62, 6—7).
Lengst liandan yfir djúp aldanna berast þau til vor þessi spá-
mannlegu orð, innblásinn anda Guðs.
Þau voru fyrst töluð á mikilli örlagastund. Hersveitir óvina
voru á næstu grösum, lirun og áþján yfirvofandi. Það er þá,
seni boðberi Guðs rís upp og flytur orð, sem berast frá manni
til manns: „Ég liefi skipað varðmenn yfir múra þína, Jerúsa-
lem.“ Hvað er þá að óttast. Um bina lielgu borg lykur rammgjör
múr og þeir, sem standa vörð, eru lil þess kvaddir af sjálfum
oi. Hann, sem gert liefur lieimana, styður þá.
En þeir mega þá ekki gleyma því að vaka.
Frá vörum þeirra skulu varnaðarorð berast, rödd jieirra
bergmála nætur og daga baki samvizku þjóðarinnar, kveikja
ebl, von, óbilandi trú.
Og þeir skulu minna drottinn á. Það er, þeir skulu biðja
fyrir Jteirri þjóð, sem þeir veita forstöðu.
Geri þeir skyldu sína, mun borgin standa, lielgidómurinn
vara, þjóðin lifa til þess að rækja sitt mikla köllunarstarf.
Orð þessi urðu meðal annars til að bjarga þjóðinni á mikilli
bættustund. Svo voldugur var boðskapur þeirra og álirif sterk.
Og það sem meira er, enn í dag eiga þau brýnt erindi til allra
þjóða, því eyðandi öfl ógna enn lielgum véum og livers konar
óþján liverri þeirri kynslóð, sem er andvaralaus og gleymir
sínum belgustu skyldum.
25