Kirkjuritið - 01.10.1965, Blaðsíða 11
I’. V. G. Kolka:
Biblían og menningin
Erindi flutt í Dómkirkjunni á afmadishátíö
Hins íslenzka Biblíufélags 17. október 1965
Góðir heyrendur:
Sumir yðar minnast þess sjálfsagt að liafa séð í tíniatali fram-
an við gömul Þjóðvinafélagsalmanök, að liðin séu frá sköpun
heimsins eitthvað um 6000 ár. Lærður maður einn reiknaði það
m.a.s. einu sinni út, að jörðin hefði verið sköpuð 4. október
árið 4004 f. Krb. Flestir lialda, að lieimildir fyrir slíkum ártöl-
um sé að finna í Biblíunni, en svo er ekki, heldur eru þær
feistar á útreikningum fornra egypzkra stjörnufræðinga, miðuð-
um við ris stjörnunnar Síriusar yfir sjóndeildárhring. Hitt er
annað mál, að lærðir menn — og þá einnig kirkjunnar menn —
trúðu öldum saman hókstaflega á fræðikenningar ýmissa forn-
Við vitum,
að margir eiga við böl að búa
og sumir liggja fyrir dauðans dyrum.
Við felum þá forsjá þinni.
Veit þú, sem ert uppspretta gleðinnar,
þeim hugsvölun.
Ver okkur einnig nálægur, Drottinn,
svo að við fáum notið sannrar gleði.
Gistu okkur,
kaerleiksríki og miskunnsami faðir.
Við viljum syngja og berja bumbur
°g fagna
* þínu nafni.
Amen.
(Afríkönsk bæn).
(G. A.)