Kirkjuritið - 01.10.1965, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.10.1965, Blaðsíða 20
402 KIRKJURITIÐ ast á eigingirni eða illum livötum sjálfs sín? Og livenær njót- um við mestrar lífsfyllingar og sælu? Þegar við gleymum okkur gersamlega í hreinum kærleika til Guðs og manna eða göfugrar hugsjónar, og beitum hugsun og vilja í þágu þessa kærleika. Þá erum við lieilir og óskiptir mcim í samræmi við dýpsta eðli okkar.“ Enn segir liann: „Sönn og vaxandi hamingja finnst aldrei nema með einu móti: að maðurinn lifi í samræmi við innsta eðli sitt, tengi sig upp á við og leitist við að vera samverkamað- ur hins hæsta. Hann verður að heita gaumgæfni við að leggja lið því, sem hezt er og göfugast í honum sjálfum. Ekki þó með þeirri hugsun að verða einungis sjálfur hamingjusamari við það, heldur af löngun til að geta hjálpað öðrum viturlegar og betur og stutt hvarvetna hið fagra, sanna og góða. Að vinna að vaxandi manngildi, göfugri skapgerð, ætti að vera inngrón- ust viðleitni allra manna, tignasta verk allra verka. . . . Vaxtar- möguleikar okkar eru efalaust undursamlegir.“ Þannig hljómaði ávallt rödd séra Jakobs, þannig sagði liann til vegar. Hann tamdi sér lítt að þylja um gerspillingu mann- eðlisins og heiftarreiði Guðs. Hann trúði því með liöfundi Fóstbræðrasögu, að Guð liafi kristna menn sonu sína gert en ekki þræla. Hann trúði því með Goethe, að óvinur sálnanna tapaði alltaf seinasta leiknum. Hann trúði á þá frelsandi náð, sem að lokum mundi laða alla menn til sín. Margt dreij á daga séra Jakobs, sem ekki verður talið í stuttri minningargrein. Hann lagði ýmislegt á gerva hönd í uppvexti eins og fjölgáfuðum mönnum er títt, og var orðinn vel fullorð- inn, er hann sneri sér að langskólanámi. Hann tók ekki guð- fræðipróf fyrr en rúmlega þrítugur, líkt og séra Matthías. En allmjög ganga þeir menn að námi með þroskaðri dómgreind, sem þannig eru vaxnir úr grasi, liehlur en börn og unglingar, og má vænta þess, að hugsun þeirra verði alla stund óbernskari og sjálfstæðari. Það liafði og mikil og örlagarík álirif á líf lians, að hann fékk, að loknu guðfræðinámi, köllun til prests- þjónustu hjá íslenzkum söfnuðum í Saskatcliewan-fylki í Cana- da. Þar öðlaðist liann stórum meiri útsýn yfir andleg mál, en að líkindum liefði orðið, ef liann hefði sezt að við fábreyttan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.