Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1967, Síða 14

Kirkjuritið - 01.10.1967, Síða 14
348 KIRKJUHITIÐ opinberaðist í Kristi. Réttlæti Guðs er því ekki refsandi rétt- læti eða reiði, heldur óendanlegur kærleikur, sem vill að allir verði liólpnir. Biblían er því grundvöllur þessarar trúarskoð- unar Lútbers og Guðs orð er honum skilyrði fyrir möguleika lijálpræðisins. lilgangur Guðsorðs er að boða Krist, og þess vegna mat Lútlier rit Biblíunnar eftir því, liversu þau efldu hann, liéldu lionum fram. Áður liafði Lútlier komizt að raun um, að kjarnaatriðið J bjálpræðiskenningu kaþólsku kirkjunnar, verkaréttlætið, var lialdlaust, því að siðgæðiskröfum Guðs gátu menn aldrei fulb nægt. Nú kemst hann að þeirri mikilvægu niðurstöðu, að náð- in ein sé nóg án bjálpar eigin verðleika. Engin verk okkar standast frammi fyrir Guði, en í dómi Guðs opinberast kær- leikur bans, sem frelsar og lífgar í stað þess að fjötra og deyða. Og þess vegna verður syndugur maður að ganga allslaus fram fyrir Guð í trú og þiggja fyrirgefningu hans og náð. Það er þetta samband náðar og trviar, sem myndar liinn nýja lijálpræðisskilning, er gjörólíkur var verðleikaviðborfum Miðaldakirkjunnar. Sálin nærist og lifir af gjöfum Guðs, ekki af því sem hún færist í fang. Góð verk eru því ávöxtur rétt- lætingar, ekki skilyrði fyrir henni. Hér er það trú miskunnar- innar, er rýmir réttarfarstrúnni úr vegi: Þessi uppgötvun Lútliers færði sálu hans frið. Hún var kletturinn, sem liann stóð fastast á, er hann hófst handa geg11 aflátssölunni. Hjálpræðið var ekki bundið við ytri stofnun. Kirkjan hafði engan rétt til að selja mönnum fyrirgefning11 synda. Og þessi nýja trúarskoðun Lúthers veitti lionum gleð1 og öryggi, og djörfung, leysti hann úr fjötrum ótta við konv andi örlög. Boðskapur lians fann djúpan liljómgrunn meðal landa hans, er þráðu eins og Lúther kjölfestu og öryggi í trú- arlegum efnum. Raunverulega var það því í klausturklefanum liina umræddu iiaustnótt, sem siðbótin fæddist, en samt er það ekki fyrr en árið 1520 við Elsterhliðið í Wittenberg, þegar Lúther varpaði hannfæringarbréfi sínu og öðrum páfalegum gögnum á bál 1 viðurvist stúdenta og liáskólakennara, að hann er ákveðinn 1 því að segja sig úr lögum við páfann og liinn rómverska stól, að siðbótarviðleitni hans verður að allslierjar uppgjör1 við kaþólsku kirkjuna.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.