Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1967, Side 63

Kirkjuritið - 01.10.1967, Side 63
Bækur Magnús Már Lárusson: ^HÓÐLEIKSÞÆTTIH OG SÖGUBROT. Skuggsjá ^býSuprentsmiSjan hf. 1967. ^»gnús Már Lárusson prófessor er '■'nna vlðkunnastur íslenzkra fræói- 'nanna, sem nú eru uppi. Hefur a. hlotiS þann heiður að vera kvaddur til kennslustarfa við há- skólann í Lundi og til fyrirleslru- |>alda I nokkrum lönduin. Er einn- '6 i stjórn Handritastofnunarinnar. Hann er iðjumaður fráhær, hefur Ul»> lunga liríð starfað geysimikið a'^ heimildakönnunum og grafið ^ikna margt af fyrndum fróðleik UPP úr skjalasöfnum utanlands og 'Pnan. Fullyrt er að liann sé flest- u»> læsari á forna skrift, og glögg- skyggni hans er viðbrugðið. Enn er Pað rómað hversu vel liann er Heiina í öllum greinum íslenzkrar SUKU. Ber sú hók, sem liér er getið Pnss skýrt vitni. Hún er safn 14 rit- Serða. Hafa allar þeirra hirtzt áður * ýinsum tímaritum: Kirkjuritinu, ^kírni, Andvara o. fl. Víða er sótt *H fanga og varpað ljósi á margt °rvitnilegt. Fyrsta ritgerðin: Pétur ^alladíus, rit lians og íslendingar er dæmi um fróðleik, sem fæstum 'Uu» kunnugur. En snertir þó mann, Se'» hátt her í kirkju Dana og vígði lv° fyrstu lúthersku hiskupana á íslandi. Þá eru ritgerðir um Ilóla- biskupana, Ólaf Hjaltuson og Kelil porsteinsson, háðar skemmtilegar aflestrar. Næstu erindin: Biskups- kjör á íslandi, Orfiubrot frá Gufu- dal, Nokkrar úrfellur úr hómilíu og þróun íslenzkrar kirkjulónlistar, eru allar brot af þeim þýðingar- niiklu frumrannsóknum, sem höf. hefur unnið að á svæði kirkjusög- unnar. Milli Beruvíkurhrauns og Knnis og Um hvalskipti Romshvel- inga, varðar sögu prestanna og heimatekjur presta áður fyrr. Náms- kostnaSur á miSöldum og Nokkrar athugasemdir um upphœfi munn- gjalda veita miklar upplýsiugar um hæði atriðin. Styzta ritgerðin, AS gjalda torfalögin, skýrir þennan forna málshátt, sem oft er af van- þekkingu tengdur við Torfa i Klofa. Magnús Már færir rök að því að orðtakið sé runnið frá eld- fornri sænskri réttarvenju, sem laut að skyldu inanna að gjalda sekt, ef þeir áttu hlut að því, að einhver var kviksettur. Maríukirkja og Val- fijófsstaöahurS er þáttur úr ís- lenzkri lista- og hyggingasögu. Loks er Eitt gamalt kveisuhlaS um lækn- ingasæringar. Bók þessi er vel úr garði gerð sem skyldugt er og mun hún lengi halda gildi. Er vel meðan íslenzk kirkja á svo gagnmerkimi fræðimanni á að skipa sem höfundi hennar. G. A.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.