Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1968, Page 30

Kirkjuritið - 01.03.1968, Page 30
Séra Robert Jack: Frá kirkjustarfi í Suður-Ameríku Fyrir hátíðirnar var ég ásamt konu minni og öðrum staddur við messu í kirkju liins heilaga kross í Buenos Ayres í Argen- tínu. Morguninn var fagur og lilýr. Það var sumar í SuðiU'- Ameríku. Kirkjan var mjög gömul og byggð úr steini og með marmara og gulli undir hverjum glugga. Sólargeislarnir streymdu inn um lítið glerið á þann veg mér sýndist liið undursamlega altari vera baðað blóði. Prest- urinn virðulegur og íþróttamannslegur í hreyfingum sneri ser að söfnuðinum og tónaði Dominus sit in corde meo . . . Lat Drottin vera í hjarta mínu og á vörum mínum að ég meg1 vera þess verðugur að predika liið heilaga fagnaðarerindi Hans .. . Stundin í kirkju hins heilaga kross var heilög, virðuleg o? látlaus. Hún var ógleymanleg. Athöfnin öll var þrungin gömhm1 tíma, sem einlivern veginn minnti mig á vald og áhrif Róm- versk kaþólskrar kirkju — nema predikun prestsins. Hún var flutt blaðlaust af mikilli mælsku og eldmóði og sýndi ríkan skilning á nútímanum. Katólska kirkjan í S-Ameríku stendur nú á krossgötum. Hún tapar bæði álirifum sínum og meðlim* um. Af hverju er þetta? En áður en ég vík að þeirri spurningu er rétt að geta þess að þegar við lijón áttum þess kost í vetur að þiggja boð til Brasilíu, Uruguav og Argentínu fannst okknr það mikið ævU1- týri sem við máttum lielzt ekki missa. Við flugum frá Glasgov' í Skotlandi ásamt hundrað Skotum í leiguflugvél af Britanni3' gerð og eftir viðdvöl í Las Palmas og eyjunni Sal á Vestur' strönd Afríku komurn við til borgarinnar Recifé í Brasihu- Þessi fagra milljónamanna borg liggur rétt sunnan við hitU' heltið og er nú að ryðja sér til rúms sem iðnaðarborg. Brasih11

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.