Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1968, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.11.1968, Qupperneq 24
438 KIRKJURITIÐ samið og ætti jafnalmennri viðurkenningn að fagna og Helga- kver forðum. En því er ekki að heilsa og þau kver sem eru 1 gangi liafa öll til síns ágætis nokkuð sem „leiðarvísar“. Eng' um kemur í hug lengur að krefjast þess að börnin þylji þa11 frá uppliafi til enda. Verra er livað bókum við kemur, að síðan Klavenessbiblíusögur voru teknar úr notkun, liefur ekki tekist að semja sambærilega kennslubók, sem nyti liylli presta, kennara og nemenda. Þetta er ekki áfellisdómur heldur stað- reynd. Þess vegna er það ekki aðeins að kenna vanrækslu margra foreldra og áliugaleysi ýmissa kristinfræðikennara að reynslan er sú, að börn koma nú miklu verr að sér í Biblíusögum til spuminganna en áður. Og við prestarnir getum ekki skellt allri skuldinni á fyrr- nefnda aðila. Okkur mun öllum koma saman um að boðun orðsins kristileg fræðsla — sé lífsskilyrði viðhalds og vaxtar kristninni. Verðum því að vaka yfir að akurinn komist ekki í órækt. Bregðist aðrir aðilar meira eða minna, verður kirkjan sjálf hér eins og um heim allan að taka þessa uppfræðingu að mestu í sínar hendur og kosta til þess því sem þarf. Þótt æskulýðsstarfið færist í aukana, kemur það ekki í stað grundvallarþekkingar á kristnum fræðum en verður að mestu leyti að byggja á henni. Því verður ekki leynt, sem allir vita að samræminu á „spurn- ingum“ okkar prestanna er afar ábótavant. Það gildir hvað mest um sjálfan tímann, sem varið er til þeirra. Þetta liefur áratugum saman verið á dagskrá og hlýtur að verða það unz viðunandi málalok nást. Svo mikilsvert er það. 1 þéttbýlinu standa spurningarnar yfir mikinn hluta vetrar- ins. Og mun fjöldi spurningatímanna vera þar svipaður hja flestum prestum. Annars staðar er spurningunum liagað með öðrum hætti eins og eðlilegt er vegna ólíkra aðstæðna. En spurningin er þessi: Fá bömin, livar sem þau eru, nægi- lega fræðslu og æskilega kynningu af hálfu okkar prestanna? Ég er liiklaust þeirrar skoðunar að persónulegu álirifin séu ekki síður mikilsverð en fræðslan. Og tíminn ræður miklu um þau. Þess vegna er enn að þessu máli vikið. Ef árar eru lagðar

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.