Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 96

Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 96
Tákn náðarmeðalanna Heilög Ritning er langoftast táknuð með opinni bók og eru venjulega ein- hverjir ritningarstaðir skráðir á opn- una, t. d. Jóh. 3,16; Sálm. 33,4. (og margt fleira). Stundum standa á opn- unni bókstafirnir V. D. M. Æ. (eða A.) Þetta eru upphafsstafir orðanna ,,Verbum autem Dei Manet in Ætern- um". Þ. e. Orð Guðs varir að eilífu. (1. Pet. 1,25). Stundum er Biblían tákn. uð með logandi kerti. (sálm. 1 19,105). Heilög skírn Skírnarsárinn er aðaltákn skírnarinn- innar. Hann er oft prýddur ýmsum táknum. Oft er hann áttstrendur, það táknar endurfœðinguna. Heilög kvöldmáltíð Tákn hennar er fyrst og fremst kaleik- ur með oblátu á rönd upp af honum. Þá er og algengt að hafa búið altari með kaleik á sem tákn kvöldmáltíðar- sakramentisins. Skilgreining nóðarmeðala og sakra- menta er ekki hin sama hjá öllum kirkjudeildum. Vor kirkja telur sakra- mentin tvö en hinar kaþólsku kirkjur telja þau sjö. Þó eru hin fimm sakra- menti, sem þœr telja fram yfir vor, hjá oss talin hátíðlegar og helgar at- hafnir, sem haldnar eru í heiðri og eru caðskiljanlegar kirkjulífi voru, því verða tákn þeirra einnig talin hér. Rómverska kirkjan styður kenningu sína um ferminguna m. a. með Post. 8, 15-17 og 19, 1-7 og alla tíð hefur gjöf Andans verið tengd fermingunni. í fornkirkjunni var fermingin í beinu framhaldi af skírninni og svo gerir orþodoxa kirkjan enn. Á Vesturlönd- um klofnuðu þessar athafnir snemma. Lúthersk kenning gerir ráð fyrir gjöf Andans í skírninni en fermingin er byggð á skírninni eigi að síður. En vegna kenningar kaþólsku kirknannö um gjöf Heilags Anda hefur dúfan orðið tákn fermingarinnar. Jafnframt er og noíað sem tákn hennar skrýdd- ur prestur, sem leggur hendur yf'r barn er krýpur fyrir faman hann. Hjónavígslan er venjulegö táknuð með handabandi. P r e s t v í g s I a er táknuð með höfð' sem hendur hvíla á. Algengasta tákn bœnar er rjúk- andi reykelsisker. Þjónusta sjúkra. Þessi þjónusto byggist á orðum Drotfins í Mk. 16,18 og orðum Jakobs postula 5,13-lð- Þessi þjónusta hefur sjúkum verið veitt í kirkjunni allt frá dögum postul- anna. Hún er fólgin í því, að smyt|a þá olíu og biðja fyrir þeim auk þesS er þeim veitt sakramentið. Þessi þjön' usta beinist jöfnum höndum að því oð lœkna hinn likamlega sjúkclóm styrkja andlega heilsu sjúklingsins. “ miðöldum breyttist þessi þjónusta 1 Vesturkirkjunni þannig, að hún vafð aðeins dánarþjónusta, sem menn þáðu ekki fyr en dauðinn var talinn sýnilega mjög nœrri. Lútherska kirkjan hefur haldið þesS' ari þjónustu, þó ekki eingöngu serf dánarþjónustu. Hún hefur lagt niðýr smurninguna, en tekið upp skrifti1" 0 undan sakramentinu og bœn urn heilsu. Tákn þessarar athafnar er ohu' buðkur. Skriftir fela í sér tvö atriði. Hi fyrra, að maðurinn iðrist syndanna °9 játi þœr, hið síðara, að hann taki 94

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.