Kirkjuritið - 01.04.1974, Síða 8

Kirkjuritið - 01.04.1974, Síða 8
holti fyrir organista og söngstjóra. Það var hinn fyrsti vísir skólahalds í Skól- holti á nýrri öld. Og stefna var mörk- uð. Skálholt varð honum kœrt. Því til handa kaus hann hið bezta. Sá er þess vegna arfur sporgöngumanna hans þar, að aldrei skuli lúta að litlu. Hálf- verk eða illa unnið verk hœfir ekki á þeim stað, því að þar skal þjóna Guðs dýrð og gjalda þökk. Það var vorkunnarmál, þótt ekki sœi hver maður á leiðarenda, þegar dr. Róbert hóf feril sem söngmálastjóri. Nú eru vörður reistar á leitum, og þarf enginn að spyrja til vegar. Tónskóli þjóðkirkjunnar, námskeið fyrir kóra og þó einkum stjórnendur þeirra, há- skólakennsla fyrir prestsefni, ýtarlegri og vandaðri en gerist hjá þjóðum, sem flest hafa betra að bjóða í menntun en vér, — frœðistörf og frumrann- sóknir á íslenzkri tónlist og tónlist- arsögu. Enginn þarf nú um slíkt að spyrja. Og ekki þarf forvitra til þess að sjá fram á leið, ef hœfir eftirmenn fást til starfa. — Ofan á embcettisstörf bœttist svo þjónustan í hásölum hinnar tignustu listar, — því að hirðmaður þeirrar drottningar var hann ávallt. Hún átti að heita „aukastarf" hin síðari ár, en stóð vitanlega hjarta hans einna nœst alla tíð, enda var hann heima í þeim sölum. Eins er þó ógetið, sem aldrei verður til hlítar séð af vörðum einum. Þeim, er reisti þessar vörður, var svo farið, að flestir samferðamenn þóttust ríkari af kynnum við hann. Án efa kom hann mörgum ungum til meiri þroska og skilnings en ella hefði orðið. Menntir og menning hans frá Berlín og París urðu mörgum menntun, og þó er einna mest um vert, ef vandvirkni hans, alúð og einbeitni, hefur vakið unga menn, íslenzka, til nýs skilnings á því, hvað teljast megi sönn verð- mœti og heiðarleg vinnubrögð. — Eitt sinn á synódu reis upp kornungur guð- frœðingur eða prestur og skýrði frá því, að trú og tilbeiðslu hefði hann lcert af dr. Róbert Abraham Ottóssyni fremur en öðrum kennurum slnum. Eina stund með Skálholtskór og söngstjóranum þykist ég muna betur öðrum slíkum. Þá var lokaœfing fyrif tónleika í kirkjunni. Karlar skyldu syngja einraddað hið fyrsta og síðasta vers af sálminum um dauðans óvissan tíma, — lagið í þeirri mynd, sem tru- lega hafði verið sungin um daga sira Hallgríms. Ég minnist þess ekki, að annar söngur hafi verið fágaður og sorfinn svo þrotlaust, og var þó oft á brattann klifið. ,,Á snöggu augabragði afskorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt." „Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. f Kristí krafti ég segi: Kom þú sœll, þá þú vilt." Við kvöddumst með nokkrum trego að lokinni síðustu Skálholtshátí • Hann kvaðst að líkindum ekki mun u stjórna söng á fleiri Skálholtshátíðum- Síðan sá ég hann aðeins einu sinni, " lyfta sprota, er Messías var sunginn- Með söknuði og samúð. ,. G.ÓI.OI- 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.