Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 12

Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 12
III. Nú heilsar ár, sem markar áfanga á braut þessarar þjóðar. Islands þúsund ár hafa bœft við sig einni öld, Syng Drottni þökk, vor þjóð. Vér lofum, Drottinn, þitt heilaga nafn. Sú lofgjörð, sem lyftist til himins á vœngjum þjóðsöngsins fyrir 100 árum og snart svo djúpt strengina í barmi þeirra, sem þá voru hér í þessari kirkju, hún skal hljóma frá brjóstum Islands einnig í dag og í ár. ,,Ó, Guð vors lands" varð ekki þjóð- söngur þegar í stað. En nú er svo. Sú lofgjörð hefur orðið þjóðsöngur með vaxandi tökum á liðnu aldarskeiði. Og nú er hann orðinn óbifanlega fastur í sessi. Hann hefur helgað svo marga hátíð, svo marga blessaða stund, sem vor þúsund ára þjóð hefur fengið að lifa á þessari 11. öld sögu sinnar. Engin öld hefur fœrt þjóðinni fleiri ráðningar góðra drauma. Þeir draum- ar voru löngum duldir og þrúgaðir af þyngslum harðra kjara og þröngra kosta. Þeir urðu virkir í vökuvitund þeirra manna, sem fyrstir eygðu nýj- an dag í nánd. Og þeir hafa rœtzt ríkulegar en nokkur hefði dirfzt að vona fyrir 100 árum. Því skal hún kvödd í þökk, íslands 1 1. öld, um leið og vér heilsum einu af árum íslands. Það voru fátœkleg föng til hátíða- brigða fyrir 100 árum. Þjóðin hafði ekki auðgazt að veraldarmunum á þúsund ára för. En það afmœlisár varð heillaár í sögu þjóðarinnar. Ekki svo mjög vegna þess, að það markaði nokkurskil í stjórnarfarslegu tilliti, Þau skil urðu minni en íslenzk forusta von- aði og vildi, þó engan veginn ómerk. Það varð heillaár fyrir þá sök, að þjóð- in hafði giptu til þess að minnast sér til ábata, lúta undri sögu sinnar í þakklátri auðmýkt. En þakklœtið glœðir traustið og styrkir von og djörfung. Gleyminn hugur og þakk- arlaus gagnvart hinu liðna sér aldrei annað í kringum sig né framundan en skugga eða hillingar. Þúsund ára minning byggðar á íslandi jók þjóð- inni hugmóð. Hún glœddi þá neista, sem duldust undir felhellu, og þaðan féll skin yfir þann áfanga, sem fram- undan var hið nœsta og var um margt örðugur, seigþungur og lýjandi bratti. IV. Hvað verður um þetta ár, sem ver heilsum í dag? Verður það heiHabr? Því verður ekki svarað nú. En um þ°ð verður spurt seinna. Og svarið verður rakið til vor, sem fáum að fylgja þessu ári á vegi aldanna. Þeir, sem síðar koma, munu spyrja, þeir munu hlusta eftir fótataki, eftir hjartslœtti, þeir munu skyggnast um í slóðinni °9 skoða förin og rekja þá þrœði, sem spunnir kunna að verða úr viðbrögð- um, hugsun og atferli landsmanna þetta ár. Vér munum ekki dyljast aug- um framtíðar. Enginn (slendingur kemst hjá því að skila sínum dráttum í þá mynd af þjóðinni sinni, sem þetta ár mun leggja fram fyrir íslenzk augu framtíðar. Verður sú mynd til upp' örfunar, styrktar, vakningar í nœstu kynslóð? Skilur þetta ár eitthvað eftit' sem styrkir holla sjálfsvitund og sjálfs virðingu með þjóðinni? Það liggur þegar fyrir, að almennt hafa menn talið það fyrirsjáanleg0 10

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.