Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 17

Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 17
1910—1912, og voru fundir hennar sérstaklega uppbyggilegir og skemmtilegir. Og mikið var sungið. Þó lœrði ég svo marga nýja og ynd- islega sólma. Leið Ingibjargar ló síðan hl Danmerkur og Englands. Varð hún aðalframkvœmdastjóri K. F. U. K. í Danmörku og slðar ó Norðurlöndum um langt árabil og átti starfsríka og merkilega œvi. Hún lést í Englandi árið 1962, 75 ára að aldri. -— Eftir þetta fór ég að spila á samkomum við og við. Ég var tekin inn í félagið um vorið 1912 af okkar elskulega vini sr. Friðrik Friðrikssyni. ^iarni var alltaf að tala, bœði í kirkj- uani á sunnudögum og I K. F. U. M. °9 K., og fylgdi ég honum svo oft, sem ég gat. Þannig komst ég í kynni v'ð þetta starf, sem Drottinn hefur álessað. — Finnst þér tilhögun fundanna hafa breyst mikið frá upphafi? Nei, ekki get ég sagt það. Fund- 'rnir voru í húsi K. F. U. M. við Amt- mannsstig eins og þeir eru enn í dag. húsið hefur verið stœkkað mikið °9 öll aðstaða því betri en var í upp- afi, en húsið var nœstum nýtt, er ég 0nn þar fyrst. Sami fagnaðarboð- skapurinn hefur alla tíð hljómað og songurinn hefur sett sinn svip á fund- ',na, °9 nýt ég þess alltaf að koma a fundi 0g ekki síst að spila undir Son9. Nú starfar K. F. U. K. á 8 stöð- Urn í Reykjavík og nágrenni. , ' Rarna hefst þá starfsferill þinn ' ' k. U. K. árið 1911 og hefur honum ' linnt síðan, þótt liðin séu ekki ^'nna en 63 ár. Fleira hefur þú nú starfað hjá félaginu en að tónlist- inni. Varst þú ekki fljótlega kosin 1 stjórnina? — Jú, það var árið 1916, sem ég var kosin I stjórnina og var ég ekki ánœgð með þá kosningu. Fannst ég ung og óreynd og var ekki einu sinni stödd á aðalfundinum. — Hvernig var þá stjórnin skipuð? — Frú Anna Thoroddsen var for- stöðukona og með henni í stjórn voru: Amalía Sigurðardóttir, Guðríður Þórð- ardóttir, Sigríður Guðjónsdóttir og Guðfinna Jónsdóttir. Var ég kosin í stað Guðfinnu. — Svo verður þú formaður félags- ins. — Já. Það var árið 1938 eftir lát frú Guðrúnar Lárusdóttur. Gegndi ég því starfi til ársins 1964 er frú Kristín Möller, sem nú er formaður, tók við. En ég vildi hœtta miklu fyrr. — Þú hafðir alla tlð mikinn starfa bœði á heimili þínu og utan þess, sem prestkona I höfuðstaðnum. Segðu mér, hvernig vannst þér tóm til að sinna félagsstörfunum þar að auki? Aðstœður á heimilum voru allt aðr- ar í þá daga. Ég hafði alltaf góða hjálp. Annars hefði þetta auðvitað ekki verið hœgt. En stundum kom þetta þó niður á börnunum. Stöðugt fóru fram athafnir á heimilinu og allt- af lék ég undir og reyndi að láta sem minnst á mér bera. Þá mátti auðvitað ekki heldur heyrast neinn hávaði, en eins og allir vita var einstaklega hljóð- bœrt 1 þessum gömlu timburhúsum. Ég hefi alltaf verið ákaflega rólynd 15

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.