Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 21

Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 21
til Drottins síns og frelsara. Óendan- legt þakklœti til hans ríkir I lífi hennar. Það getur engum dulist, sem þessar línur les. Hefur hún þó ekki komist hjá áföllum miklum og stórum, bœði þeim, sem alþjóð eru kunn, og öðrum, sem hún rœðir aðeins um við Guð sinn. — Við lok þessa samtals kemur mér í hug endurminning um frú Ás- laugu. Ég stelpukrakki fór nokkuð oft I kirkju, alltaf Dómkirkjuna. Ætið stóð hún í skrúðhúsinu við hlið manns síns °9 tók í hendina á öllum. En hún gerði meira. Við mig sagði hún t. d. alltaf: „Hvernig líður ömmu, hvernig hður mömmu? Ég bið að heilsa þeim." °9 hún brosti svo fallega. Síðan minn- lst ég hennar, er ég var unglingur og kom á fundi í K. F. U. K. eða sunnu- dagsfundi. Þegar hún gekk inn eftir gólfinu var alltaf eins og birti í salnum °9 ró fœrðist yfir. Og þannig er það enn í dag. Það er eitthvað sérstakt hundið nœrveru hennar, eitthvað svo þœ9ilegt og gott. Löngu seinna minnt- IS* ég þeirra hjónanna í góðra vina hðpi, fámennum. Þá var sr. Bjarni °ldinn að árum, en andinn í fullu ^iðri eins og venjulega og fuku hjá honum gamanyrðin. Allt í einu segir hann eitthvað á þessa leið: „Þegar ég er allur og farið verður að tala yfir |^ler' þá verður ekki talað um mig. a verður talað um Áslaugu og sagt: vað hefði Sr. Bjarni verið án Áslaug- ar- Hún stóð við hlið hans í öllu hans starfi og hún var svo dugleg að spila." etta var sagt í gamansömum tón. En a u gamni fylgir nokkur alvara. Ég eld þetta hafi verið fegursti vitnis- hurðuri nn, sem eiginmaður gat gefið konunni sinni, eftir hálfrar aldar sam- búð. Þetta var nú útúrdúr kannske. En aðeins sannleikur. — Og það finnst mér athyglisvert, frú Áslaug, að í einu tilliti að minnsta kosti, sem við mennirnir þekkjum, hef- ur Guð gefið ykkur öllum þrem sömu gjöfina, sama ívafið í lífi ykkar, þeim tveim, er nœst Guði höfðu mest áhrif á líf þitt: Sr. Friðrik, manninum þínum og þér. Nefnilega síunga sál, þótt ald- urinn fœrist yfir. — Bjart bros er svar við þessari athugasemd. — Að lokum þetta, svo skal ég ekki þreyta þig meira. Samnefnari alls þess, sem þú vilt segja er þessi: Lofsöngur og þakkargjörð, trú og traust til Guðs, sem gefur styrk í veik- leika. Er þetta rétt skiliS? Já, það er einmitt þetta, sem i huga mínum býr. „Drottinn styður alla þá, sem œtla að hníga, og reisir upp nið- urbeygða". (Sálm. 145,14). Og ég vil taka undir einkunnarorð K. F. U. K. „Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn, segir Drottinn hersveit- anna". (Sak. 6,4). — Við kveðjumst nú með kœrleik- um, engin þreytumerki eru sjáanleg á frú Áslaugu, þótt óðum líði að mið- ncetti. — Ég fer heim til mín stórum ríkari en ég kom, frá konu, „sem hefur ekk- ert að segja". Guð blessi hana og öll hennar störf fyrir Guðs ríki fyrr og nú, bœði í K. F. U. K. og annars staðar. Anna Sigurkarlsdóttir. 19

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.