Kirkjuritið - 01.04.1974, Qupperneq 22
Um síra Friðrik
og gamla fundabók
Ekki veit ég, hvað sá dagur hét, er ég
kom fyrst á fund í KFUM. — Hitt veit
ég, að sá fundur var YD-fundur, hald-
inn í Stóra salnum á Amtmannsstíg.
Ég hef verið yngri en 10 ára og verið
í fylgd með eldri brœðrum mlnum. -—
Það var meiri háttar lífsreynsla og þó
dálltið annarleg fyrir feiminn, lítinn
dreng. — Ég þykist enn muna, hve
feikistór mér þótti salurinn, — hve
merkilegar og athygliverðar mér þóttu
fánaveifurnar á veggjunum. — Ég
þykist vita, að ég hafi starað og hlust-
að undrandi, þegar ég heyrði drengja-
skarann syngja fullum hálsi, lesa
bœnir upphátt og síðast „marséra" út
i skipulegum fylkingum. —
Mig minnir þó, að ég hafi verið
hálfvegis feginn, þegar öllu var lokið
og ég var sloppinn út í frelsi götunn-
ar. —
En ekki man ég, hvort séra Friðrik
var á þessum fundi. —
Þegar ég var 10 ára, minnir mig,
var ég svo innritaður í 11. sveit í
Yngri deild. — Ég man, að frammi í
anddyri tók á móti okkur félögunum
ungur maður. — Ég kannaðist við
hann, af þv! að við vorum dálítið
tengdir. En ég held, að mér hafi ekki
orðið þetta minnisstœtt þess vegna,
heldur af hinu, að mér fannst hann
heilsa mér svo alúðlega og hlýlega
og bjóða mig velkominn. — Síðan
hefur mér œtíð fundist, að þannig
vceru KFUM-menn í viðmóti og þannig
œttu þeir að vera. — Maðurinn var
Árni Sigurjónsson. — Seinna varð mer
Ijóst, hver hafði kennt KFUM-mönnum
að heilsa fólki. —
KFUM-dreng'ur
Nú var ég eldri og þroskaðri og kunn'
betur að njóta þess, sem fram for a
fundunum. Brátt fór ég að kunna vel
við mig. Það varð kjarni sunnudags-
ins að fara á fund. Stundirnar þar
voru hollar og heilagar og þó sv0
hressandi og skemmtilegar um lei®-
— Ég, feimni drengurinn, sem a11ir
sögðu að vceri svo hljóður og fátalað-
ur, fór einnig að njóta þess að syngia
söngva séra Friðriks, lesa Faðir vor
upphátt og trúarjátninguna. — ^kki
spilltu heldur skemmtilegar og UPP
byggilegar sögur.
20