Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 26

Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 26
varð gegn vilja sínum að fara í ferða- lag, sem varð raunar upphaf að mennfabraut hans. — Ég má ekki lengja mál mitt með því að rekja sög- una um það, hvernig predikunin, sem samin var í Refasveit i Húnavatns- sýslu, varð löngu seinna til þess að greiða götur austur í Skagafirði, — halda menntabrautinni opinni. — Æv- intýri lík er sagan af árœði piltsins, sem fór einn og óstuddur, — pen- ingalaus og allslaus suður til Reykja- víkur, varð að gista milli leiða í kirkju- garðinum, en stóðst þó próf og allar raunir með Guðs hjálp. — Umkomu- lausari né fátœkari latínuskólapiltur hefur þó tœpast verið á íslandi fyrr né síðar en Friðrik Friðriksson, ný- sveinn, í október 1886. — Styttra en til Fœreyja Skólaárin urðu örðug eins og bernsk- an, þótt margt vceri einnig fagurt og bjart. Þú manst efalaust, að eitt sinn, er þyngst var fyrir fœti, tók piltur sér far með skipi af landi brott. Hann sagði bekkjarbróður sínum, aðspurð- ur, að hann œtlaði lengra en til Vest- mannaeyja og styttra en til Fœreyja". — En það var á leiðinni milli lands og Vestmannaeyja, sem Guð tók í taumana. — Ógcefusamur afbrota- maður, sem var að flýja land, opnaði hug sinn fyrir piltinum, og hann sá eigin ógœfu sína og syndir í Ijósi Guðs. — Hann hœtti við að varpa sér í úthafið, þótt hann œtti ekki fyrir ferðakostnaði alla leið til Fœreyja. En góðir menn lögðu honum lið. í Fœreyjum varð hann því eftir af skip- inu, einn og allslaus. Fyrir undarleg atvik, sem Guð stýrði, barst hann inn á samkomu og heyrði skozkan mann predika út af 55. kap. Jesaja. — I þann kafla hafði hann raunar sjálfur sótt sinn predikunartexta á ferming- araldri, en ekki sömu orð. Textinn var úr byrjun kaflans að þessu sinni: „Heyrið allir þér, sem þyrstir eruð, komið hingað til vatnsins ..." Á því kvöldi gerðu þeir sáttmála sín á milli/ Friðrik Friðriksson og Drottinn á himn- um. Alvisius frá Gonzaga Ekki skal rekja þau undarlegu œvin- týri, er gerðust á námsárum í Kaup- mannahöfn, — og þó: Friðrik Frið- riksson, stúdent, hóf að nema lœknis- frœði. Hann var trúaður, en hann sökkti sér í gleði stúdentalífsins og fagrar bókmenntir, unz enn var tekið í taumana. — Að því sinni notaði Guð 13 eða 14 matarkort til þess að breyta stefnunni. — Friðrik fékk þessi^ kort að gjöf og fór þá að snœða 1 matstofu KFUM, þótt honum gcetist ekki að því i fyrstu. — Þannig var upphafið að kynnum hans af þv' ^e' lagi. — Um sömu mundir dreymdi hann undarlegan draum. — Honum þótti sem hann œtti í fangbrögðum við hinn vonda sjálfan, en Jesúnaff varð honum til hjálpar, og unga' maður, Alvisius að nafni, birtist hon- um. Ekki vissi Friðrik, hver sá maður var, fyrr en hann sá mynd hans borna í kaþólskri prósessíu. ■— Hinn heilagi Alvisius frá Gonzaga er dýr lingur ceskulýðsins hjá rómverskum mönnum. Smám saman uxu kynnin vl 24

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.