Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 54

Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 54
í garði Vigelands. Kirkja, en ekki til sýnis Enn er Rauður knúinn. Þó skal ekki rekja skeið hans allt né segja frá án- ingum. Margur lesandi mun þekkja ásana umhverfis Osló, ellegar garð- ana frœgu, Frognergarð og Vige- landsgarð með myndum Vigelands. Þess skal getið lítillega, að undir kvöld var komið í kirkjur tvœr, báðar merkilegar og ólíkar þó. Standa báð- ar á nesi því, er Norðmenn nefna Bygdoy. Önnur þeirra er svokölluð sjómannakirkja. Reyndar er hún ekki til sýnis, en tveim prestum frá íslandi þykir sjálfsagt að taka af gestrisni. Sjómannapresturinn er fjarri, en að- stoðarmaður hans, ungur maður, er hinn alúðlegasti og leiðir gestina um húsið allt. Hér er ekki einungis kirkja í venju- legri merking orðsins, heldur mœtti allt eins nefna hús þetta sjómanna- stofu eða heimili. Kirkjan sjálf er í frekar smáum loftsal, látlaus, en virðuleg og hlýleg. Að öðru leyti er húsið vistlegt, íburðarlaust, en keim- ur þess dálítið sterkur, — karlmann- legur. Þar er margt, sem minnir o sjómennsku. Sjáanlega er til þess cetl- azt, að sjómenn eigi þar athvarf \ landlegum og uni þar sem bezt. I sal á neðri hœð sitja nokkrir korn- ungir sjóliðar og horfa á kvikmynd- Áföst þeim sal er borðstofa með gömlum og viðamiklum húsgögnum- Úr þeirri stofu má ganga beint út 1 sólskinið á garðstéttinni. Þar er fe9 52

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.