Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 55
Ursti garður aS húsabaki og aðeins fá-
e|n skref að ganga að lygnri víkinni,
þar sem fríðar snekk|ur liggja við
festar.
Úr
sjómannasögu
átt norskan eigi að teljast einna
skyldust íslenzku af tungum erlendra
Pióða, er hún oft skringilega spaugi-
e9 í eyrum íslendings, Maður var
uPpi í Noregi, er nefndist Johan C. H.
Storjohann. Hann stofnaði félag, sem
e|tir hvorki meira né minna en „For-
eaingen til evangeliets forkynnelse for
s andinaviske sjomenn i fremmede
avner". Það yrði á íslenzku eitthvað
u bessa leið: „Félagið til boðunar
apnaðarerindisins meðal norrœna
s|ómanna í erlendum höfnum".
.g ^tóri-Jóhann mun að vísu hafa ver-
srnar maður vexti og smágerður.
agu að síður reyndist hann mikill fyr-
^ erðar í norsku kristnilífi, þótti ein-
ennilegur og sérstœður um margt.
^ann var skarpgáfaður, en andi hans
^rann sem á glóðum. Var hann því
ya c^nn eirðarleysi, sem þyrlaði hon-
$in Ur e'nu í annað. Hóf hann feril
^ n sem verzlunarmaður, en snerist
Qtt til lifandi trúar og tók að nema
sts e9 frceði. Sótti hann nám sitt
nakkru til Þýzkalands og varð
^rður
9uðfrœðingur. Að loknu nami
pj _ j., w
Qr lst hann fyrst skólastjóri, en síð-
ur ^r^stur- Árið 1863 var hann stadd-
Predití'T^ °9 neytti Þá fœris °9
Leith h ' fyr'r nors'<um sjómön num í
einn'| aá varó til þess, að sjómaður
neys e|tQái ásjár hjá honum í sálar-
Slnni- Sá atburður varð Stóra-
Jóhanni köllun. Taldi hann sér skylt
að hefja starf meðal sjómanna. Félag-
ið, sem fyrr var getið, stofnaði hann
svo með öðrum áhugamönnum 31.
ágúst 1864, og er það því 110 ára
á komandi sumri. Starfsemi þess er
mikil og fjölþcett og afar víðfeðm.
Má finna norskar sjómannastofur í
hafnarborgum við fjcerstu strendur.
Njóta sjómannaprestar félagsins mik-
illar virðingar og vinsœlda. Gœtti þess
ekki sízt í heimstyrjöldinni síðari. Oft
munu íslenzkir sjómenn hafa notið
góðs af þessari starfsemi Norðmanna.
Árið 1879 var stofnað félag til
heimastarfs meðal sjómanna í Noregi.
Er það einnig mjög öflugt, enda skipta
ráðnir starfsmenn þess hundruðum.
Félagið hefur m. a. nokkur skip í för-
um með ströndum Noregs. Einn ís-
lendingur kemur við sögu þessa fé-
lags með sérkennilegum hcetti. Jó-
hannes Sigurðsson, prentari, gerðist
ungur einn af drengjum séra Friðriks.
Snemma mun hann hafa fengið á-
huga fyrir starfi meðal sjómanna,
stóð fyrir sjómannastofu í Reykjavík
um sinn, og skömmu fyrir 1930 mun
hann hafa gert sér ferð til Noregs, til
þess að kynna sér kristilegt starf með-
al sjómanna þar. Á fjórða áratug ald-
arinnar mun hann hafa starfað um
skeið sem predikari á vegum heima-
starfsfélagsins í einu af skipum þess.
Orti hann þá á norsku sálm, sem al-
kunnur er meðal norskra sjómanna og
nýtur mikilla vinsœlda. Er hann
nefndur „Elíesersöngurinn".
Víst hefði verið verðugt að gera starfi
Jóhannesar og fleiri frumherja í þágu
íslenzkra sjómanna betri skil, en þess
er ekki kostur að sinni. En íhugunar-
53