Kirkjuritið - 01.04.1974, Síða 59
Svo voru stafkirkjur byggðar.
annar innan. Þá var haldin ein hin
mesta veizla á íslandi, „og var það
enn gert meir af stórmennsku en fullri
forsjá", segir höfundur Hungurvöku.
Og enn segir hann, að Klœngur hafi
látið prýða, „það mest hann mátti til
að fá, kirkju þá, er hann lét gera að
Skálaholti, unz hún var að öllu búin.
Hann lét gera gullkaleik og setja
gimsteinum og gaf kirkjunni. Hann
lét og rita tíðabœkur miklar, miklu
betri en áður voru."
Þetta má þá heita saga Skálholts-
kirkju í liðlega hálfa aðra öld. Forn-
leifafrœðingar œttu þó að vera nokkru
fróðari eftir gröft þann, sem gerður
var í Skálholti um miðja þessa öld. En
þess hefur enginn kostur gefist að
hnýsast í fórur þeirra. Fer nú margur
fáfróður að verða langeygur eftir
upplýsing.
í fornu húsi GuSs
Svo hafa sumir menn sagt, að kirkja
Klœngs biskups mundi verið hafa hið
mesta timburhús um alla Norðurálfu
á sinni tíð. Magnús Már Lárusson,
prófessor, taldi, að hún hefði verið
langkirkja af enskri gerð, en hann reit
ágrip af sögu kirkjunnar fyrir erlenda
gesti við vígslu hinnar nýju kirkju
1963. Þá og síðar mun þó ýmsum
hafa verið mjög í huga, að Klœngs-
kirkja var byggð úr norskum viði á
öld stafkirknanna norsku. Ekki veit ég
fullnaðarrök í máli því, en þessa er
hér getið, vegna þess að hinar fornu
kirkjur í Skálholti komu í hugann í
hvert sinn, er stafkirkju bar fyrir augu
í Noregi.
57