Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 61

Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 61
stöfum, grunnum fléttuskurði, sem einna fyrst vakti athygli mina. Líklega var hún frá Þelamörk. Þegar karl varð Qhuga míns var, hélt hann tölu um skurð þennan og kvað hann mundu ^ettaðan austan úr löndum. Ég lét sem ^ér vœri það ekki með öllu grunlaust áður og tjáði honum, að ég œtti frœndur heima á íslandi, sem fengj- ust við svipaða iðju og hann og mundi þá trúlega fýsa að hafa af honum sPurnir. Tók hann því öllu vel, en kvað unga menn orðna ófúsa að nema 9amlar handiðnir. Þess í stað vildu þeir helzt safna hári, sagði hann. Hnfinn og undrandi varð hann að ^eyra, að við þekktum orðið Ijóri. Hvatti hann okkurað skilnaði eindreg- 'ð til að leggja leið okkar í Heiðardal á Þelamörk, því að þar vœri staf- þ'rkja, sem vert vœri að skoða. ^ Þelamörk Þann 21. var haldið frá Ósló í átt á elamörk, því að þar var stefna lögð a2 kvöldi þess dags. Við íslendingar 9Qfum samferðamönnum gcetur, reyndum að sjá eða hlera, hverjir vceru þar prestar. Ekki varð sá leikur auðveldur, fyrr en barnungur maður Vatt sér inn í vagninn með töskur sín- ar- stórar og þungar, en sjálfur tyrð- 1 vexti. Sá bar hringflibba, stífan, Urn háls sér og var fas hans allt með ^iyndugleik. Hófust þá hnippingar , ° þrar nneð okkur síra Arngrími, og ,?^ti nu auðscett, til hverrar nytsemdar að h vœru. Var þess til getið, Þar fceri sœnskur maður, sem og Síðasti áfangi ferðarinnar var far- inn í langferðabíl um þrönga vegu og mestu krákustíga. Virtust þar ýmsar hœttur í leyni, en allar voru brautirnar þó sléttar og þœgilegar. Mesta nautn var að skima um grœna skóga, fjöll og dali, bleika akra og slegin tún. Dagurinn var heiður og bjartur eins og aðrir dagar um þcer mundir, en miklu varð þó svalara, þegar á leið og hœrra dró í fjöllin. Þar heitir Rauland á Þelamörk, er norrœnir prestar skyldu koma saman með konum sínum. Er þar fjallahótel svo hátt frá sjávarmörkum, að barr- skógar sjást þar ekki, heldur birki eitt, og annar gróður líkur því, sem gerist til heiða á íslandi. Norðmönn- um úr þéttbýli þótti staðurinn auð- heyrilega heillandi, og okkur íslend- ingum var hann að sjálfsögðu þekki- legur. Svo mikill fjöldi sótti stefnuna, að sumir urðu að gista fjarri fundar- sfað. í þeim hópi vorum við fjögur frá íslandi, en síra Grímur Grímsson og Guðrún Jónsdóttir, kona hans, bjuggu á Raulandshóteli. Skinnarbu hét stað- ur okkar hinna, og var 20 km vegur þangað frá fundarstað. Skipan þessi leiddi fljótlega til nokk- urra œvintýra. Þeim, sem bjuggu á Skinnarbu var heitið flutningi milli staða eftir þörfum. Þegar halda skyldi til kvöldverðar að kvöldi þessa sama dags, fyrsta fundardags, tókst þó ekki betur til en svo, að enginn kom far- kostur á tilsettum tíma frá stjórnenda hálfu. Gengum við, landarnir, út á hlað, þegar við vorum ferðbúnir og hugðum, að skjótt mundi úr greiðast. Kemur þá á móti mér maður í há- vaxnara lagi, Ijós yfirlitum og á allan 59

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.