Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 65
Camara, erkibiskup.
^iklurm innileik og fögnuði að
Kervirtist
Síðdegis ávarpaði hann svo sam-
°muna og fIutti erindi um scett frið-
®9in9arinnar meðal manna. Var
a hans Ijúfleg, en þó salti krydduð,
Sm vcenta Maðurinn er brenn-
n i mœlskur, og fylgdi orðum hans
áh11-?' m'^'^ °9 rnyndugleiki, líklega
0 r',.ameiri sakir líkamssmœðar og
js? i'-|frnennsku hans. Um efni erind-
n ns kynni að mega deila, Þar virtist
®rri einhliða áherzla lögð á þá
skyldu kristins manns að berjast gegn
félagslegri neyð og hvers konar rang-
lceti í mannlegu og jarðnesku samfé-
lagi. Þannig skyldi kristinn maður
vinna að fullkomnun sköpunarinnarog
flýta komu Guðs ríkis. Veittist Camara
harkalega að hinum alþjóðlegu auð-
og viðskiptahringnum og brýndi menn
mjög til að snúast gegn þeim hvar-
vetna, því að þeir vœru gróðurreitir
hinna djöfullegustu afla á jörðu. —
Þótt ýmsum kunni að þykja slík guð-
frœði full einhliða og jarðnesk, ef ekki
fylgir fleira, þá getur þó enginn sá
daufheyrzt við henni, sem muna vill
orð Jesú um hina minnstu brceður
(Matt. 10,42; 25,40).
Leyfðar voru fyrirspurnir til erkibisk-
upsins að erindi hans loknu. Höfðu þá
sumir fundarmanna, er til máls tóku,
uppi skringilega og hégómlega til-
burði við að sýna tungumálakunnáttu
sína og aðra þekkingu og mannást.
Stakk það allt mjög í stúf við láfleysi
biskupsins. Margir viðstaddra munu
efalaust lengi minnast þess, er hinn
kornungi, sœnski prestur, sem áður
varð okkur löndum samferða í lest-
inni frá Osló, spurði, hvort kristnir
menn í Suður-Ameríku vceru þess um-
komnir að elska þá ranglœtismenn og
kúgara, sem þeir cettu í höggi við þar
syðra. Því svaraði Camara svo, að
kristinn maður œtti aldrei annarra úr-
kosta völ en þess að elska.
Bra'uS brotið að kveldi
Þegar rokkið var orðið, að kvöldi þess
sama dags, hófst messa í Raulands-
kirkju, sveitakirkjunni, sem áður var
63