Kirkjuritið - 01.04.1974, Blaðsíða 72
Frd tíðindum heima
Nokkur vandkvœði eru á því að segja
tíðindi úr söfnuðum landsins og frá
kristilegu starfi víðsvegar um landið.
Einkum má Ijósf vera, að örðugt er
að koma slíku við, svo að gagni
verði, í riti, sem aðeins kemur út fjór-
um sinnum á ári. Prestar og áhuga-
menn gœtu þó orðið að miklu liði í
þessum efnum. Rétt vœri þó að hafa
einkum í huga þau tíðindi, sem varla
eða síður er von til að birtist í öðrum
blöðum, ennfremur þau tíðindi, sem
œtla má, að ekki séu um of forgengi-
leg.
Á þjóðhátíð
Þjóðhátíðarár er nú runnið, og mun
þjóðin með ýmsum hœtti gera sér
dagamun í því tilefni. Hvarvetna um
land mun þjóðhátíðar með einhverj-
um hœtti minnzt ! söfnuðunum, sums
staðar með hátíðasamkomum, tón-
leikum eða hátíðamessum. í Skálholti
verður ellefuhundrað ára afmœlis
vœntanlega einkum minnzt á Skál-
holtshátíð, en með ýmsum hœtti öðr-
um verður einnig minnt á þessi tíma-
mót þar. Þegar hafa verið haldnar
fjórar samkomur í því skyni í Skál-
holtkirkju. Hin fyrsta var haldin að
kvöldi 10. febrúar. SkáIholtskór og
organisti kirkjunnar frú Margrét Grún-
hagen, fluttu þar íslenzka kirkjutón-
list, m. a. verk eftir dr. Pál ísólfsson
og Þorkel Sigurbjörnsson og verk, er
dr. Róbert A. Ottósson hafði búið til
flutnings. Fram fór einföld sýning, er
tákna skyldi landnám og kristnitöku,
og önnuðust hana unglingar. Biskup,
herra Sigurbjörn Einarsson, flutti er'
indi um íslenzka heimilisguðrœkni, en
Guðmundur Einarsson, œskulýðsfoll'
trúi flutti hugleiðingu. Ennfremur lástJ
þrjár konur, frú Jósefína Hansen, frU
Halla Bjarnadóttir og frú Fríður Péturs-
dóttir, úr íslendingabók, kvœði J°nS
Helgasonar prófessors til höfundar
Hungurvöku, úr Lilju, úr Skálholtsha-
tíðaljóðum síra Sigurðar Einarssonar
og kvœðið Hallgrímur Pétursson sd,r
síra Matthías Jochumson.
Þess má geta jafnframt, að haldin
hafa verið erindi á vegum Lýðskólans
í Skálholti flest miðvikudagskvöld e
liðnum vetri, og hefur öllum ve^g
heimill aðgangur. Má því segja, a
nokkurrar grózku gœti á staðnurn.
Heyrzt hefur, að Skagfirð'n9a^
hyggist halda myndarlega þia
tíð á Hólum í sumar.
70