Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 74

Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 74
tak safnaðarins og sóknarprestsins er til fyrirmyndar og forvitnilegt verður að sjó, hversu blaðinu reiðir af. Safn- aðarblað hlýtur að vera afar gott starfstœki í ungum og fjölmennum söfnuði, en það er ekkert óhlaupaverk að gefa út blöð ó íslandi um þessar mundir. Þeim mun mikilvœgari er þessi tilraun og œskilegra að hún tak- ist. G. Ól. Ól. UM STÖRF OG EMBÆTTI ÆSKU- LÝÐSFULLTRÚA ÞJÓÐKIRKJUNN- AR. Æskulýðsstarf kirkjunnar á íslandi er jafngamalt kirkjunni í landinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að ís- lenzka kirkjan hefur œtíð unnið mikið og gott starf á öllum sviðum mannlegs lífs. 1 skólum kirkjunnar og á heimil- um presta voru menningarmiðstöðvar fyrri tíma. Þeir eru ófáir íslenzku ungl- ingarnir, sem prestar kenndu og studdu til náms, unglingar, sem ann- ars hefðu tœpast átt tœkifœri til menntunar. Nú er það ekki œtlun mín né heldur geta, að tíunda œskulýðsstarf íslenzku kirkjunnar áliðnum öldum. Ég vildi að eins minna á skóla kirkjunnar, presta, er komu unglingum til mennta, ferm- ingarfrœðsluna, eftirlitið með lestrar- kunnáttu, hjálp til handa lítilmagnan- um, hvort heldur hann var ungur eða gamall og þannig mœtti lengi telja. [ dag á kirkjan sér skóla að Löngu- mýri og í Skálholti og œskulýðsstarf er unnið í öllum söfnuðum landsins. Það var hins vegar samkvœmt kröfu tímans, að stofnað var embœtfi œsku- lýðsfulItrúa þjóðkirkjunnar árið 1960. Grundvallarskilningur minn á embœtti œskulýðsfulltrúa er sá, að honum beri að þjóna œskulýðsstarfi safnaðanna, styðja við bak þess, hvetja það og efla, svo sem hann má. Honum ber og að halda tengslum við útlönd á sviði œskulýðsmála og kynna nýjungar her heima. Raunar er hér ekki um ,,frum legan" skilning að rœða, því af kynn- um mínum af starfsbrœðrum mínum í nágrannalöndunum er einmitt þessi skilningur grundvöllur starfs þeirra. Við, sem störfum á skrifstofu œsku- lýðsful Itrúa þjóðkirkjunnar, teljum okkur aðstoðarmenn sóknarpresta fyrst og fremst. Við viljum veita þeim alla þá aðstoð, sem verða má. Hjálpa þeim við sáningu Guðs orðs á þeim ökrum, sem þegar eru plœgðir °9 hjálpa til við gerð nýs akurlendis- Til þessarar þjónustu hefur œskulýðs- fulltrúi, auk tveggja fastra samverka- manna, nefndir, er fjalla um ákveðna málaflokka, eins og heiti nefndanna bera með sér, en nefndirnar eru- sumarbúðanefnd, vinnubúðanefn < frœðslunefnd, skiptinefnd og cesku lýðsfélaganefnd. Formenn nefndanna mynda „miðnefnd", sem ber heiti ÆskulýSsnefnd ÞjóSkirkjunnar. Biskup landsins skipar þessar nefndir. Æska lýðsnefnd heldur fundi með föstu^ starfsmönnum œskulýðsstarfsins u. P- b. 2 sinnum í mánuði. Til að lýsa í stuttu máli œskulý s starfi þjóðkirkjunnar er rétt að drepa litillega á málaflokka nefndanna, ^ áður var getið. 1) Sumarbúðane n Sumarbúðir hefur kirkjan rekið í en áratug á ýmsum stöðum á landi Reksturinn er ýmist allur eða að el hverjum hluta á vegum œskulýðs u 72

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.