Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 75
trua. í sumarbúðunum er lögð áherzla
a kristin frœði, bœnastundir, útilíf,
kvöldvökur. Þar er reynt að skapa
heilbrigt og skemmtilegt kristið sam-
félag. Nokkrar breytingar verða á
rekstursfyrirkomulagi þeirra sumar-
f’úða í ár, sem að öllu verða reknar
af skrifstofu œskulýðsfulltrúa. Við vilj-
um nú tengja sumarbúðirnar betur
starfi einstakra safnaða, þannig, að
börn úr ákveðnu prestakalli komi
ásamt fulltrúa sínum í búðirnar. í búð-
Ur|um vinni þau síðan í sameiningu
Qð undirbúningi barnastarfs í söfnuði
sinum. Á þennan hátt viljum við gera
sumarbúðadvölina að hluta safnaðar-
starfsins og tryggja þannig stöðuga
a9 kerfisbundna leiðsögn kirkjunnar
a þessum börnum. Það er nú Ijóst,
að í sumarbúðunum í Skálholti verða
f|Verjum flokki fastir kjarnar barna
Ur öllum prestaköllum Reykjavíkur-
Profastsdœmis. Sóknarprestar munu
eimsœkja sína „flokka", myndir
Verða teknar af sumarbúðalífinu, og
v°nandi verða á vetri komanda kvöld-
vókur í sóknunum með börnunum og
areldrum þeirra. Börnin munu flytja
'' e^9ileiki" f kirkjunni sinni o. s. frv.
m leið og þannig er leitast við að
styrkja safnaðarstarfið og safnaðar-
V|tund( eru búðirnar einnig auglýstar.
ag getiim nú þegar farið að vona,
a þessi breyting muni auka aðsókn
að búðunum.
Ig ^ ^mnubúðanefnd. S. I. ár var tal-
, að þeirra vœri ekki þörf, en vinnu-
^u irnar hafa oft áður á undanförn-
m árum verið vinsœlar og taldar af
aHi^UtTl ^ Þarfasta fyrirtœki. Nú er í
Se U^,Un vinnubúðir fyrir unglinga,
^ á einhvern hátt hafa lent upp úr
hjólfarinu, ef svo má að orði komast.
Þá er einnig til umrœðu einhvers kon-
ar vinnubúðir fyrir börn og unglinga
á aldrinum 12—15 ára.
3) Frœðslunefnd. Hún hefur það
verkefni ásamt með sumarbúðanefnd
að vinna að frœðsluefni fyrir sumar-
búðirnar. Frœðslunefndin fylgist með
því, sem hér er að gerast heima í
kristinfrœðimálum og erlendis.
Frœðslunefnd fylgist t. d. með þeim
bollaleggingum, sem nú eru uppi hjá
hinum Norðurlandaþjóðunum (og víð-
ar) um heildarfrœðsluáœtlun kirkjunn-
ar, er miðast við þá frœðslu, er for-
eldrar fá, er þeir bera börn sín til
skírnar, allt þar til börnin standa í
sporum foreldra sinna. Þessi heildar-
áœtlun liggur ekki enn fyrir á Norð-
urlöndunum, en málin eru rœdd og
ráðstefnur haldnar.
4) Skiptinemanefnd. Æskulýðsstarf-
ið er þátttakandi í samtökum, er heita:
,,AIþjóðleg, kristin ungmennaskipti."
í samtökum þessum eru samtals 30
þjóðir. Skiptinemarnir dvelja eitt ár
erlendis hjá fjölskyldu, er gengur þeim
í foreldra- og systkinastað þetta ár.
Tengslin við þessa fjölskyldu vara
samt oftast miklu lengur. Skiptinem-
unum er þannig œtlað að víkka sjón-
deildarhringinn, kynnast vandamálum
erlendis til að sjá önnur skýrari heima
fyrir. í samtökunum er lögð áherzla á
frið í heimi og sátt mannkyns. Erlendu
skiptinemarnir, sem hingað koma,
taka fyrst þátt í námskeiði í íslenzku.
Meðan sá tími stendur yfir, er reynt
að kynnast þeim persónulega og
kynna þau fyrir sóknarprestum sin-
um. Þau dvelja þá hjá sinni „nýju"
fjölskyldu, sem er þeirra fasti punktur
73