Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 11

Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 11
diktsson, að þetta vœri gert I þakkar skyni fyrir þann skerf, sem kristin kirkja hefur lagt fram til heilla ís- lenzku þjóSinni. „Mestu skiptir að sjálfsögðu sú sáluhjálp, sem hún hef- ur veitt ótal einstaklingum. En hún á einnig sinn ómetanlega þátt í mótun íslenzkrar menningar og þróun henn- ar, á hverju sem hefur gengið." Það er víst og satt, að eiginleg þjónusta kirkjunnar er eilífs gildis og verður ekki metin á neina ttmans vog. En sú staðreynd rýrir ekki hitt, sem rnetið verður á jarðlega vísu. Og það er ekki Guðs og kirkjunnar vegna sem bjóðin þarf að hafa opin augu gagn- Vart slíku, heldur sín vegna sjálfrar °9 framtíðar íslands. Vér erum staddir í Hallgrímskirkju. Það var draumur margra, að hún yrði lengra komin á þessari stundu, að hún mœtti verða nothœf og vígð á þessu hátíðarári, þvt heldur sem 300. árttð sr. Hallgríms ber upp á sama ár. Það var einnig ósk og von, að sá ðiskupsstóll, sem kirkjan var svipt nyrðra, þegar örbirgð lands og þjóð- ar var á neðstu mörkum, stóll Guð- ðrands yrði reistur að nýju, að þióðin gerði þetta í þakkar skyni fœrði Gu Þessar þakkarfórnir á afmcelisá þetta rœttist ekki. í þessu megum v enn góðs btða, svo sem t fleiri efnur Hallgrtmsminning verður hér rnorgun. Prestastéttin heldur enc Pjóðhátíð út af fyrir sig. En þeg Ver horfum yfir aldirnar og hugsi. Urn sporin, hulin og ber, spor kir Unnar í |ff; þjóðarinnar, þá beinc au9un að honum. Hann er ekki c e'ns hinn viðurkenndi og dáði e ^aklingur, ekki aðeins sá prestur, si gnœfir yfir hina. Hann er jafnframt fulltrúi þeirra allra, þekktra og ó- þekktra, hann er ímynd þess, sem kirkjan var og reyndist þjóðinni. Hann stígur t huga vorum fram fyrir tjöldin, sem byrgja svið sögunnar. En hann gerir það ekki í sjálfs nafni, heldur sem vitni og fulltrúi kirkjunnar sinnar. Hann stendur svo hátt af þvt að hún er undirstaðan, hann sktn svo skœrt af þvt að birtan hennar lýsir svo fölskvalaust frá honum og um hann. Og undirstaðan er grundvöllurinn eini, Jesús krossfesti, birtan er endur- Ijómi Ijóssins eina, sem er Jesús upp- risni. Þú miðar á hœsta tindinn, þegar þú mœlir fjallið. Þú metur tréð eftir þeim ávexti, sem það ber kostamestan. A hliðstœðan hátt er horft til Hallgríms. Hann er kirkjan í tslenzkri sögu, að því leyti sem hana má sjá í sjónhend- ing, í einu tákni, í fullu Ijósi. Allt eiga þœr saman, þjóðin og kirkjan. Kirkjan hefur ekki gengið sér. Hún hefur hvorki verið ósnortin af skuggum og brestum tslenzks þjóðar- eðlis né farið varhluta af kostum kyn- stofnsins. íslands þjóð og íslands kirkja eru systur báðar tvœr. (Vald. Briem) Ég nefndi fyrr það stóra þjóðaraf- mceli, sem nœst er framundan, þúsund ára afmœli íslenzkrar kristni. Þangað fram er skemmra að Iíta en aftur til þeirrar stundar, er lýðveldið nýja var stofnað á íslandi. Og stor hluti ts- lenzkra presta er á þeim aldri nú, að þeir munu, ef að líkum fer, mega fagna þeirri hátíð. 105

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.