Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 16

Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 16
Sveinbjörn verið í framhaldsnámi er- lendis. 3. Birgir Ásgeirsson vígðist 7. október, settur í Siglufjarðarpresta- kalli frá 1. s. m. Hann er fœddur í Reykjavík 9. marz 1945. Foreldrar hjónin Jóna Sigríður Bjarnadóttir og Ásgeir M. Þorbjörnsson, húsasmiður. Hann lauk embœttisprófi í september 1973. Kvœntur er hann Herdísi Ing- veldi Einarsdóttur. 4. Sama dag vígðist Jakob Ágúst Hjálmarsson, settur í Seyðisfjarðar- prestakalli frá 1. okt. (skipaður þar 1. apríl s. I.). Sr. Jakob er fœddur á Bíldudal 17. apríl 1947. Foreldrar hjónin Svandís Ásmundsdóttir og Hjálmar Ágústsson, verkstjóri. Hann lauk embœttisprófi í september 1973. Kona hans er Auður Daníelsdóttir. Vér fögnum þessum ungu mönnum og biðjum Drottin að blessa líf þeirra. Breytingar Þessar breytingar á embœttisþjón- ustu hafa orðið: Sr. Rögnvaldur Finnbogason fékk að eigin beiðni lausn frá embœtti sem sóknarprestur á Siglufirði til þess að vera settur sóknarprestur í Staðar- staðarprestakalli í Snœfellsnesspróf- astsdcemi. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson, Kirkju- hvolsprestakalli, Rang., var skipaður sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli, Borg., 1. okt. 1973. Sr. Halldór S. Gröndal, farprestur, var skipaður sóknarprestur í Grensáss- prestakalli, Rvk., 1. okt. 1973. Sr. Gunnar Björnsson var skipaður sóknarprestur í Bolungavíkurpresta- kalli, ís. 1. nóv. 1973. Sr. Kristján Róbertsson, settur sókn- arprestur í Hvanneyrarprestakalli, var skipaður í Kirkjuhvolsprestakalli, Rang., 15. nóv. 1973. í embœtti œskulýðsfulltrúa þjóð- kirkjunnar var 1. ágúst ráðinn sr. Guðjón Guðjónsson, sóknarprestur ' Stóra-Núpsprestakalli. Hann einn sótti um þetta starf. Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson, Breiða- bólstað, var settur prófastur í Rangár- vallaprófastsdœmi 1. des. 1873. Fjórir guðfrœðikandidatar útskrif- uðust frá Háskólanum á þessu vori. Einn þeirra, Jón Aðalsteinn Baldvins- son, hefur verið settur sóknarprestur i Staðarfellsprestakalli, Þing., og mun vígslubiskup, sr. Pétur Sigurgeirsson, vígja hann innan skamms. Sr. Gylf' Jónsson, sem var settur í þessu presta- kalli í fyrra, fór utan í vetur til fram- haldsmenntunar og féll þá setning hans niður. Fjórir aðrir prestar voru við nám erlendis, allir embœttislausir nema sr. Tómas Sveinsson sem er ' leyfi frá störfum. Doktorspróf Sr. Einar Sigurbjörnsson varði dokt- orsritgerð nú í maí við háskólann 1 Lundi. Hún heitir: Ministry withhin the people of God og er greining á þroun kenningarinnar um kirkjuna og em' bœttið út frá gögnum Vatikan-þin9s ins síðara. Hjálparstofnunin Páll Bragi Kristjónsson hefur sag lausu starfi sínu sem framkvœm a stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar þar 110

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.