Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 19

Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 19
Iaga, er mikilvœgt atriði, einnig með t'Hit til kristinna frœða. Aðra erlenda ráðstefnu sótti sr. Hreinn Hjartarson f. h. nefndarinnar. Dr. Björn Björnsson, prófessor, sótti h. íslenzku kirkjunnar fund, sem ^aldinn var í Varsjá á vegum Lút- herska heimssambandsins. Sr. Pétur S'gurgeirsson, vígslubiskup, sat stjórn- arnefndarfund norrœnu ekumenisku stofnunarinnar, sem haldinn var í ^redriksstad, Noregi. ^9 fór þrívegis utan á árinu. í októ- laer var ég boðinn til Lögumkloster á $uður-Jótlandi til þess að flytja fyrir- estur og prédika á s. n. menningar- viku- sem kirkjustofnanir þar efndu til- í marz fór ég til Þýzkalands í boði J^ielar prófastsdœmis og flutti fyrir- estra, 2 í Kiel og 1 í Ratzeburg. í a^aílok sótti ég fund hinnar alþjóð- ^9U samstarfsnefndar Lútherska eirnssambandsins, sem haldinn var i Undi, og síðan prestastefnu i Strang- nás i boði Kastlunds biskups. Á Alþingj ^að gerðist á Alþingi, að frumvarpið Urr> veitingu prestakalla var flutt öðru !iln|t' af menntamálanefend efri 6i dar, eða svo átti að heita. Sama ,e nci flutti málið í fyrra að beiðni urn 6rra' ^ar Þá komið að þinglok- en nefndinni vannst þó elja til SSS senda frv. út um land til um- agnar. Ekki fékkst það samt flutt að ^ia nema með nokkrum eftirgangs- S|Unum. Lyktir urðu þœr að þessu t;| n'' a® nefndin fékk málinu vísað r|kisstjórnarinnar. Meðferð hinnar háttvirtu nefndar á þessu máli og afgreiðsla hennar er nokkur viðburður. Forsaga málsins er alkunn. Frv. var rœkilega undirbúið í hendur ráðherra og Alþingis, marg- samþykkt á Kirkjuþingi, þrátt og títt og eindregið stutt af prestum og kirkjulegum fundum. Ég leyfi mér að staðhœfa, að það séu ekki nokkur lög f gildi hér á landi, sem hafi sœtt slíkri gagnrýni og óánœgju af hálfu þeirra, sem við eiga að búa, sem hin gat- slitnu gömlu prestskosningalög. Þetta lœtur hið háa Alþingi og hœstvirt rík- isstjórn sig engu skipta. Þingnefndin sem fengin er til þess að flytja málið lokar augunum algerlega fyrir allri forsögu þess og gefur sér hitt, að þeir aðiljar, sem um það hafa fjallað ár- um saman, hafi ekki verið í sambandi við fólkið í landinu. Út á þá forsendu eða fyrirslátt tekur hún sér fyrir hend- ur að fara að bera frv. undir einskon- ar þjóðaratkvœði. Það sem fyrir vakti var að sjálfsögðu það, að út úr þessu fengi nefndin frambœrilega átyllu til þess að gera það, sem hún œtlaði sér: Að eyða málinu, ónýta það. En hver varð árangurinn af þessari könnun? Samkvœmt því, sem greint er í minnisverðu áliti nefndarinnar, eru áhöld um, hvort sú andstaða, sem fram kemur, vegur meir en meðmœlin. En hitt er athyglisverðara, að lang- mestur hluti þeirra, sem leitað var til um álit, virðir nefndina ekki svars. Auðvitað vegna þess, að menn vissu, að málið var þaulrœtt og útrœtt, það var búið að hlusta almenning um þetta og verkleysa að vera nú að þvœla því um landið. Það hafði verið

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.