Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 44
Oft er nœsta lítill skilningur á starfi
voru og ýmsir reyna jafnvel að draga
úr oss kjarkinn með ýmsu móti. En
þrátt fyrir það, sem að er í starfi, er
þó oftast svo, að prestarnir tengjast
söfnuðum sínum og byggðarlagi þeim
böndum, sem sterkari eru en margan
grunar. Það er vinátta við staðinn,
byggðarlagið og fólkið, sem það
byggir. Og reynt er að starfa, leggja
fram krafta sína fyrir þetta fólk.
Stundum ekki síður á öðrum sviðum
en kirkjulegum, heldur og almennt
félagslegum. Á þann hátt fœst oft
skilningur safnaðarins á nauðsyn
kirkjulegs starfs einnig,
Kirkjan er móðir. Hún fœðir trúar-
líf. Og það afl, sem hún gefur er
kœrleiksmáttur Drottins sjálfs. —
Guðsþjónusta er fagurt orð og auð-
ugt að innihaldi. Það er þakkar- og
fagnaðarhátíð. Bœnarstund. Það er
þjónusta. Það er lesið úr heilagri ritn-
ingu, orð hennar útlagt og gengið
er til guðsborðs. Mikil lífsreynsla er
að fá að taka þátt í slíku. Það er
leyndardómur, sem ekki er fyllilega
unnt að útskýra fyrir öðrum. Það þarf
að lifa hann. ,
Vér prestar lofum við vígslu að
boða Guðs orð og hafa hinar helgu
athafnir um hönd, útdeila sakrament-
unum. Þetta reynum vér að gera eftir
veikum mœtti. Vér höfum ekki leyfi
samvizku vorrar að sleppa helgum
degi án helgrar stundar í kirkjum vor-
um, ef einhver kostur er. — Það skipt-
ir raunar ekki mestu um fjölda kirkju-
gesta, heldur hitt, að presturinn haldi
vöku sinni og hafi helga stund. Það ber
líka söfnuðinum að virða. En þó að
presturinn sé jafnvel einn í kirkju sinni
hefur það mikla þýðingu. Hann innir
þjónustu af hendi. Hann biður fyrir
söfnuðum sinum, hverju heimili, hverj-
um einstakling. Biður þeim blessunar
Drottins, — Þannig hefur kirkjan starf-
að og starfar enn. Ýmsir nýir þcettir
í starfsemi kirkjunnar hafa verið tekn-
ir upp nú síðari árin, en allir miða
þeir að hinu sama.
Kirkjan hefur œtíð verið og verður
spegill þeirrar menningar, er kristmr
menn hafa átt og eiga. Saga hennar
er saga um baráttu við eigin bresti
og hennar syndugu meðlimi. Kirkjan
hefur játað misstig sín og villu á vegi
sögunnar.
En kirkjan hefur œtíð verið hjarta-
skjólið, þegar brott er sólin, athvarfið
í neyð og hörmum, Ijósgjafinn og líf'
taug íslenzkrar menningar. Að kirkja
lands vors sé hnignandi stofnun, a
fallandi fœti, segja þeir einir, sem
œtíð telja hina síðustu tíma versta.
j kyrrþey, án þess að berja bumbur
og vera með auglýsingaskrum á deg'
hverjum vinnur íslenzka kirkjan að þvl
að bera fram vitnisburð sinn um þaU
andlegu verðmœti, sem Guð gefar
þjóðinni. Vitnisburðurinn er um endur-
lausn frá synd og böli, friðþœgjand'
elsku Guðs sonar. Það verður áfrarn
unnið að því í bœn og trú og rrie
þolgœði, að íslenzka kirkjan verði
auðug af lifandi, huggandi, frœðan I
og frelsandi anda Drottins, svo a
þú, nútímamaðurinn, sem til hennar
leitar, þegar þér finnst annað þrotn°
á þessari jörð, finnir hinn lifandi Gu' •
Erindi flutt í útvarp í sambandi viS prestastef
1974.
138