Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 48

Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 48
mér, en þetfa er hans starf, og það mun blómgast og verða til mikillar blessunar". Heimili fyrir deyjandi menn Starfið óx enn, og órið 1952 tóku systurnar í notkun „Heimilið fyrir hina deyjandi". Þessa var mesta þörf, því að á götunni er fólk yfirgefið, sjúkt, liggjandi þar og bíður dauðans. Móðir Teresa segir, að fyrstu konuna, sem hún hitti þannig, hafi hún tekið upp af götunni. Var kona þessi hörmulega leikin af rottum og maurum. Fór hún með hana á sjúkrahús. En ekkert var hœgt fyrir hana að gera og ekki við henni tekið, nema af því, að móðir Teresa neitaði að hreyfa sig fyrr en þessum vesalingi vœri viðtaka veitt. Fró sjúkrahúsinu hélt hún svo til borg- aryfirvalda og bað þau að g e f a sér hús, þangað sem hœgt vœri að flytja þessa aumingja, „því að þennan dag fann ég fleiri, sem lógu bjargarlausir og deyjandi ó götunni". HeiIbrigðis- fulltrúinn fór þá með henni til Kalí- hofsins og sýndi henni dormashalah, hvíldarsal tilbiðjenda Kalí. Þetta var auðnarlegt hús. Hann bauð henni þetta hús og hún þáði það með gleði. Innan sólarhrings voru fyrstu sjúkling- arnir komnir þangað. Þannig var stofnsett heimilið handa hinum sjúku og deyjandi, sem enginn hafði skipt sér af. Hvað var svo hœgt að gera fyrir þetta sjúka og deyjandi fólk? Móðir Teresa svarar því, að fyrir öllu öðru sé það, að þetta vesœla fólk finni, að þeir séu til, sem beri raun- verulegan kœrleika til þeirra, að þeir séu til, sem vilji, að hinir aumu og deyjandi fái vitað það, að til sé bœði mannlegur og guðlegur kœrleiki, sem œtlaður sé hinum fáu lífsstundum þeirra, að til sé ungt fólk, sem fúst sé til að fórna þeim lífi sínu í þessari þjónustu. Þeir, sem lifa af eymdina eru sendir til heimila, þar sem þeim getur liðið vel síðustu œvidagana. Hinum, sem fœrir verða til vinnu er reynt að sja fyrir vinnu við þeirra hœfi. í upphafi þessa starfs fyrir hina deyjandi fóru systurnar um göturnar og leituðu uppi hina sjúku og fluttu til heimilisins. Þegar starf þeirra varð á vitorði margra, þá símaði fólk i sjúkrabíla til að flytja þetta fólk til heimilisins. Við þessu fólki öllu er tekið, ef fyrst er farið með það til nœsta sjúkrahúss. Það er ófrávíkjan- legt skilyrði af systranna hálfu. Heim- ilið er aðeins fyrir þá, sem enginn spítali vill taka við og fyrir þá, sem til engra eiga að hverfa, er geta veitt þeim aðhlynningu. Árið 1950 voru systurnar aðeins 12/ en síðan hefir þeim fjölgað mikið °9 því var hœgt að opna nýtt heimili árið 1959 i Dranchi og svo í Delhi- Systrunum fjölgar við hverja nýia útfœrzlu. Nú koma stúlkur frá þessum stöðum til starfa í systrareglunm- Flestar eru úr miðstéttunum, en einn ig ensk-indverskar stúlkur og flestar þeirra eru mjög vel menntaðar. systrareglunni verða þœr að gefa sl9 Guði algjörlega. Þetta er andi sam e 142

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.