Kirkjuritið - 01.06.1974, Qupperneq 57
JENS ROSENDAL:
Skapari, eitt sinn
Skapari, eitt sinn er djúpt nið'r í duftið þig beygðir,
dag einn í fyrsta sinn mannsbarnið skópst hér ó storð.
Guð, sem í upphafi andaðir anda í leirinn
og af þínu lífi gafst líf. Það var móttarins orð.
Guð, lát oss heyra það orð, lát það streyma sem storminn,
strax lát vort eyra það nema og vera oss hlíf-
Guð, því jafn lengi þú andar og ummyndar leirinn,
aðeins á meðan fœr mannsbarnið frelsun og líf.
Hagsmunastreita fœr heyrn vora deyft mjög og lamað,
hroki fœr sjónina bagað og skert hennar yl.
Markrœði hefur að hjartanu skýlurnar dregið,
heimtandi gœfu, sem hvergi var þó unnið til.
Ætíð, er meðbrœð'J'- okkar og systur ná falla,
erum við fljótlega viðbúin: dœmum þau hart.
Við þeirra útför er síðbúin saknaðarkveðjan,
svo að hver skuld verði goldin og allt okkar nart.
Skapari, lát ei þinn leir verða dauðanum háðan,
lát hann ei hverfast í ryk eða háfjallasand.
Gakk ei frá smiðjunni, Guð, því svo lengi þú andar,
gefast kann mannsbörnum fagurt og heillandi land.
Guð, þú, sem œtíð fékkst beygt þig svo djúpt nið'r í duftið,
í duftið þig beygðu mót vana og stöðnun á jörð-
Guð, þú, sem andaóir anda þínum í leirinn,
okkur það hljómi sem lifandi þakkargjörð.
AuSunn Bragi Sveinsson íslenzkaði.
151