Kirkjuritið - 01.06.1974, Qupperneq 59
Þeir byggðu hér ó bökkum árinnar
einn bústað traustan handa munkum fáum.
Um aldaraðir unað fundu og skjól
og ennþá glögg við merki þeirra sjáum.
Af kalki strandar, sandi, líka leir
og lúðum steinum — skammt frá mylludýi,
þeir byggðu hús það, er við sjáum öll.
Með undrahraða reis hér Drottins vígi.
En þó að munkar héldu héðan burt,
að hálfu klaustrið vœri lagt í eyði,
þá stendur húsið enn sem trúartákn,
á tígulsteina skín enn sól í heiði.
Hvar messusöngsins hljómar heyrðust fyrr
og hófu sig til hvelfingar og boga,
hér syngur nú hinn nýi söfnuður
og nœr að glœða hjartans trúarloga.
En allt í kringum kirkju og myllutjörn
hér kom að því, að risu hús af grunni.
Við þröngar götur lengi lifði þjóð,
er lán og gleði hlaut af tilverunni.
Við ást og fœðing, einnig dauðastríð,
við öran markaðsglaum og kyrrar nœtur.
Á meðan plógur tímans taumlaust sker
sín tákn — og þau í sálu festa lœtur.
Einn staður Guðs varð allur auðug jörð,
varð akur, hérað, blettur, höll og staður.
í friði hér við festum rœtur vel,
við fundum margt, er girnist sérhver maður.
Svo göngum við með gleði veginn fram,
en gamla tímann vanrœkjum þó eigi.
Við skulum cetíð leggja því allt lið,
er Ijósið tendrað fœr á mannlífs vegi.
Auðunn Bragi Sveinsson íslenzkaði.