Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 66

Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 66
manna eru þessi orð í I. Jóh. 1, 9. töluð: ,,En ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglœti". VI. Sem dœmi þess, hvílíka einlœgni og baráttu slík syndajátning kostar, nœg- ir að segja aðeins tvœr afturhvarfs- sögur. Ung kona hér í Honan hafði drep- ið manninn sinn, og auðvitað var elskhugi hennar í ráðum með henni. Þau höfðu ekki fyrr komið ódœðis- verkinu í framkvœmd, en þau höfðu lent í höndum yfirvaldanna. Tengda- móðir þessarar konu hafði kœrt þau, án þess þó að hafa nokkura óyggj- andi sönnun með höndum. Hún kœrði þau fyrir að hafa drepið son hennar, og krafðist þess, að þau yrðu tafar- laust liflátin lögum samkvœmt. Þau voru ekki aðeins yfirheyrð, heldur einnig barin, hvað eftir ann- að pínd til sagna. Endalok málsins urðu þau, að elskhugi konunnar réð sig af dögum í varðhaldinu, eftir að hafa sœtt ógurlegum pyndingum, en sjálf var hún látin laus, enda hafði hún þrátt fyrir pyndingarnar, þver- neitað að hafa verið nokkuð við þennan glœp riðin. Nokkru síðar voru haldnar trúar- vakningarsamkomur á kristniboðs- stöðinni þar í nágrenninu. Kona þessi kom þangað, af einskœrri forvitni, en varð fyrir þeim áhrifum, að hún sann- fœrðist um nálœgð lifanda Guðs og sá nú sínar mörgu syndir í því Ijósi. Hún varð ekki knúin sagna með pynd- ingum. En nú varð hún að hlíta dómi Guðs orðs og samvizkunnar, og fór sjálfviljug, en sundurkramin rakleitt til tengdamóður sinnar og játaði á sig glœpinn. Þetta þótti tengdamóður hennar svo óskiljanlegt, að í staðinn fyrir að snúa sér til lögreglunnar fór hún samdœgurs til kristniboðsstöðv- arinnar, til þess að grennslast eftir, hvernig á því gat staðið, að konu sonar hennar hafði snúizt svo ger- samlega hugur. Og svo fór, að hún trúði einnig boðskapnum um synd og frelsi. En þegar þœr báðar höfðu lát- ið sœttast við Guð, var ekkert fram- ar því til fyrirstöðu, að þœr scettust innbyrðis. Vakningarsamkomur eru venjulega haldnar nokkra daga í röð, og er þa segin saga, að á fyrstu samkomunum er áberandi og mjög mikil mótspyrna- „Lögmálið verkar reiði, — er boð- orðið kom, lifnaði syndin við". Það var eitt sinn sem oftar, a^ nokkrir kínverskir trúboðar voru a meðal þeirra, sem löstuðu kenning' una leynt og Ijóst. Einn þeirra gat loks ekki á sér setið, en kvað upp úr með það á fjölmennri samkomUi að þessi lögmálsprédikun vceri ekki aðeins ólútersk, heldur einnig algi°r' lega andstceð anda og kenningun1 Nýja testamentisins. Honum var ekki svarað öðru en því, að „lögmálið er tyftari vor til Krists, — fyrir lögma kemur þekking syndar". í lok sam komunnar sannfœrðist hann loks um- að til þessa hefði hann skort þa þekkingu. Hann bað um fyrirbcen oQ kannaðist þá meðal annars við þa ' að hann hefði, áður en hann var kristinn, kviksett einkabarn sitt, lija stúlku, hún hafði veikzt, en hann vi 160

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.