Kirkjuritið - 01.06.1974, Blaðsíða 72
fram á sautjánda ár. Hin mikla fátœkt
og illur félagskapur urðu honum síð-
an að fótakefli. Átján ára mun hann
hafa verið, er hann var handtekinn
fyrir þjófnað og leiddur um götur
Lillehammer járnaður á höndum og
fótum. Var hann þá í fyrstu dœmdur
í fjögurra ára hegningarvinnu, en síð-
ar var dóminum breytt svo, að hann
hlaut tveggja ára og átta mánaða vist
í betrunarhúsi í höfuðborginni.
Vistin þar varð honum til aftur-
hvarfs. Hann var nýr maður og hóf
nýtt líf, er kom úr fangelsinu. Hann
vildi verða kristniboði og sótti um inn-
göngu í skóla Hins norska kristniboðs-
félags í Stafangri. Umsókn hans var
þó hafnað, því að þess var krafizt,
að nemendur hefðu óflekkað mann-
orð. Þau málalok urðu Skrefsrud hörð
raun, og enn í dag eru þau mörgum
Norðmanni þyrnir í auga. Skrefsrud
lét þó ekki bugast, heldur leitaði á
náðir manna í Brœðrasöfnuðinum í
Stafangri, og komst með aðstoð þeirra
á skóla ! Þýzkalandi. Þarf ekki að
orðlengja um það, að námsgáfur hans
reyndust frábœrar, og bar þó einkum
frá, hve auðvelt honum var málanám.
Árið 1864 hélt Skrefsrud til Ind-
lands ásamt unnustu sinni, Önnu Ons-
um frá Fáberg við Lillehammer. Þau
voru í samfylgd danskra hjóna, Borre-
sen. Þeir Skrefsrud og Borresen störf-
uðu í fyrstu með þýzkum kristniboð-
um, en síðar héldu þeir til Santalistan
! Norðaustur-lndlandi og hófu þar
sjálfstœtt starf. Þar varð síðan vett-
vangur þeirra. Árangurinn af starfi
þeirra varð skjótt mikill og sýnlegur.
Þúsundir tóku skírn, þegar á fyrstu
árum, en jafnframt tókst þeim félög-
um að koma á margs konar umbótum
og bœta úr fátœkt og annarri neyð.
Skrefsrud lagði mikla stund á að
nema tungu Santala til hlítar. Vakti
þekking hans á þjóð og tungu síðar
mikla aðdáun. Tókst honum að gera
Santölum ritmál og þýddi hluta af
Bibllunni og sitthvað fleira á það mál.
Á heimaslóðum
Skrefsrud hafði einnig mikil og marg-
háttuð áhrif á heimaslóðum. Hann
kom nokkrum sinnum heim frá Ind-
landi og ferðaðist þá um Noreg °9
víðar um lönd, til þess að safna fé til
kristniboðsins og vekja áhuga á þvl-
Predikun hans og frásagnir vöktu
hvarvetna fjölda manns af svefm-
Hann var brennandi í anda, frábcer
mœlskumaður og jafnframt afar fríð-
ur maður og gjörfilegur í sjón. Bar
þar allt að sama brunni. Árið 1874
var hann staddur heima ! Noregi °9
kom þá ! fangelsi það í AkershaS/
sem hann hafði áður setið í eftir dóm-
inn forðum. Hélt hann þar predikun
fyrir föngunum, sem mjög varð fr®9
og hafði mikil áhrif. Mun lengi ha a
tíðkazt að hverjum nýjum fanga þaf
! fangelsinu vœri fengið eintak °
predikun þessari. Efni hennar var a
sjálfsögðu náð Guðs við syndugan °9
óverðugan mann. ,
Margir ungir stúdentar hrifust a
predikun Skrefruds og helguðu s! arj
líf sitt kristinni boðun. Þeirra á me a
voru þeir Johannes Brandtzœg, sern
áður var nefndur til sögu þessaraj-
og Johannes Johnson, síðar el
166