Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1974, Side 24

Kirkjuritið - 01.09.1974, Side 24
 eins og hún var. Hún hefur verið œv- intýri lífs míns, eftir að ég uppgötvaði hana ó annað borð. Hún hefur einnig verið það í þessu starfi, þrótt fyrir alla skugga, sem fyrir ber og hlýtur fyrir að bera, og þrótt fyrir allt, sem miður er, öðruvísi en manni finnst, að œtti að vera, þó er þetta svo og grund- vallarstaðreyndin í þessu öllu saman. Ég er búinn að vera prestur í þrjá- tíu og fimm ár, og hafi einhver á ann- að borð lifað kirkjuna sem prestur fyr- ir altari Drottins, sem sálusorgari safn- aðar og einstaklinga, þá hefur hann lifað eitthvað, sem breytist ekki með breyttum verkahring. Hann hefur fengið ákveðna innsýn og útsýn, sem hann býr að alla tíð. Þú miðaðir að vísu spurninguna við biskupsárin. í einkahögum hafa þau vitaskuld valdið töluverðu raski og breytingum, en hvað snertir viðhorfið til kirkjunnar og sambandið við hana er ekki um þáttaskil að rœða, þótt verkahringur breytist. Og ég hef meiri tilhneigingu til þess að líta yfir skeið- ið í heild, frá því að ég vígðist til prests líka kennsluárin við Háskól- ann. Það getur vel verið, að ég sé óraunsœr, en ég get ekki fundið, að það sé erfiðara fyrir kirkjuna að lifa og starfa nú, heldur en það var fyrir þrjátíu og fimm árum. Og þá á ég ekki við ytri aðbúð. Ég á ekki við það t. d., hvernig mitt prestssetur var á sig komið, þegar ég kom að því. Ég á við andrúmsloftið í landinu. Ég held, að þrátt fyrir allt sé ekki um að rœða afturför eða niðurleið, að því leyti, sem við menn getum um slíkt dœmt, þegar á heildina er litið. Það er auðvitað ýmislegt núna við að kljást, sem ekki var til þá( en mér finnst að segja megi, þegar litið er á heildina, að línurnar séu einhvern veginn skarpari. Skuggarnir eru dekkri, en það er líka meiri birta yíir á hina hliðina. Spyrjandi: Síðustu spurningunni hefur þú reyndar þegar svarað að nokkru: Er ekki reginmunur á því að vera biskup og prestur á íslandi? Biskup: Þar er enginn reginmunur a, þvl að eðlismunur er enginn. Biskup er ekki annað en prestur, þó að hann hafi sérhlutverk. Og prestur verður aldrei annað en prestur álít ég. Hvort sem maður á að leggja eitthvað upp úr þeirri rómversku kenningu um character indebilis eða ekki, þá er Þa^ nú svo samt sem áður, að maður hef- ur gengizt undir eitthvað, sem ekki segir skilið við mann( hafi maður gerzt prestur á annað borð. En varðandi verkahring er auðvito mikill munur. Þetta starf er miku margþœttara en venjulegt prests starf. Maður hefur miklu minn' möguleika á einbeitingu, og þa^ e kannski gallinn við það. Flest, scm maður gerir sem biskup, er eiginle9^ ígrip, þar sem eitt ígripið tekur v' af öðru. Ég sakna þess t. d. að ha a ekki reglubundna predikunarskyl u Hitt er annað mál, að ég fœ 171 tcekifœri til að predika, þó að Þ séu kannski fremur sérstök tcekifcer En mér er það alltaf gleði að 9er það, svo fremi, að ég hafi eitt^e, ráðrúm til þess að hugsa fyrir því að predikun er vissulega vinn G.ÓI.ÓI. skráð' 214

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.