Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1974, Page 35

Kirkjuritið - 01.09.1974, Page 35
Um heimsins brigðlyndi eftir síra Hallgrím Pétursson Þeir, sem mér vóru vinir fyr, vel þá gekk einu sinni, þegjandi sneiða þvers um dyr, þeim er eg liðinn úr minni; ef allir sigla sama byr selskap er von menn finni; hinn má vel bíða í höfnum kyr, sem hélt mótviðrið inni. Gott er að gleðjast góðum með, gamans og liðs að njóta, brátt kann þó selskaps bróðernið burt sem vatnsstraumur fljóta,- þá heilsan brestur, heill og féð, hornaugum vinir skjóta, eigin gagn hvílir efst á beð en ástin leggst til fóta. Einmana stend ég uppi því, engum hef til að segja, ýmsum hörmungum haldinn í, hverja stund má eg þreyja. Á Drottin skal mín nauðsyn ný nú og jafnan sér fleygja. Lát mig af öllu fári frí í friði, minn Jesú, deyja.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.