Kirkjuritið - 01.09.1974, Side 37
Nokkur vers úr andlátssálmi,
er síra Hallgrímur Pétursson
orti á sóttarsæng
Guð komi sjólfur nú með náð,
nú sjái Guð mitt efni og ráð,
nú er mér, Jesú, þörf á þér,
þér hef ég treyst í heimi hér.
Ég hef aldrei í nokkri nauð
nauðstaddur beðið utan Guð,
Guð hefur sjálfur gegnt mér þá,
Guð veri mér nú líka hjá.
Ákvörðuð mín og mœld er stund,
mitt líf stendur í þinni hönd,
andlátið kemur eitt sinn að,
einn veiztu, Guð, nœr skeður það.
Nú hef ég þar á nokkurn grun,
nálœgjast þessi stundin mun,
holdið mitt er af harmi þreytt,
hafa kraftarnir sér umbreytt.
Vitnisburð þann frá eilífð átt,
að þú hjálpir á beztan hátt,
þá endast megn og mannleg stoð,
miskunna þú mér, Drottinn Guð.
Láttu nú sannast liðið þitt,
líttu á kvein og andvarp mitt,
ég sárgrátbœni, son Guðs, þig,
syndirnar skildu nú við mig.