Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1974, Page 45

Kirkjuritið - 01.09.1974, Page 45
Svipmyndir úr sögu islenzku kirkjunnar ^indi flutt á norrœnu prests- ^ennamóti á íslandi 30. júlí 4 af síra Jónasi Gíslasyni, lektor. Upphaf sögu íslenzkrar kristni og kirkju er samofið sögu írskrar kristni. Á 1100 ára afmœli Islands byggðar, sem svo hefur verið nefnt, verðum við að viðurkenna, að enginn veit nú, hve gömul búseta manna á íslandi er. Hið eina, sem við getum sagt með nokkurri vissu er, að hún mun talsvert eldri en 1100 ára og frumbyggjar íslands voru ekki af norrœnum stofni, heldur írskum. En um sögu frumbyggj- anna er enn flest á huldu og reyndar óvíst með öllu, að hve miklu leyti mun unnt í framtíðinni að svipta (aeirri hulu burt. Við þekkjum nœr engar minjar eða sagnir, sem geta að nokkru ráði varpað Ijósi yfir þá sögu. Við verðum aðeins að vona, að frœði- menn komandi ára verði þess um- komnir að draga fram í dagsljósið einhverjar þœr staðreyndir, sem enn eru huldar, svo að þessi saga verði Ijósari en nú er. írsk kristni í upphafi miðalda er um marga hluti forvitnileg. Heilagur Patrekur er talinn postuli írlands, en þangað kom hann árið 432. írar tóku kristni skömmu síðar. Kristnin náði brátt miklum þroska og hafði gagn- gjör áhrif á mótun þjóðarinnar. Er heiðnir þjóðflokkar gjörðu innrásir á England og náðu þar völdum um aldamótin 500, hörfuðu hinir kristnu íbúar landsins undan til Cornwall, Wales og hálendis Skotlands, en sumir leituðu yfir til írlands. Þetta olli því, að tengsli írsku kirkjunnar við aðrar kirkjur Vesturlanda rofnuðu og hún einangraðist um skeið. Þess vegna varð þróun mála í írsku kirkjunnj að ýmsu leyti ólík því, sem annars staðar 235

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.