Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1974, Síða 45

Kirkjuritið - 01.09.1974, Síða 45
Svipmyndir úr sögu islenzku kirkjunnar ^indi flutt á norrœnu prests- ^ennamóti á íslandi 30. júlí 4 af síra Jónasi Gíslasyni, lektor. Upphaf sögu íslenzkrar kristni og kirkju er samofið sögu írskrar kristni. Á 1100 ára afmœli Islands byggðar, sem svo hefur verið nefnt, verðum við að viðurkenna, að enginn veit nú, hve gömul búseta manna á íslandi er. Hið eina, sem við getum sagt með nokkurri vissu er, að hún mun talsvert eldri en 1100 ára og frumbyggjar íslands voru ekki af norrœnum stofni, heldur írskum. En um sögu frumbyggj- anna er enn flest á huldu og reyndar óvíst með öllu, að hve miklu leyti mun unnt í framtíðinni að svipta (aeirri hulu burt. Við þekkjum nœr engar minjar eða sagnir, sem geta að nokkru ráði varpað Ijósi yfir þá sögu. Við verðum aðeins að vona, að frœði- menn komandi ára verði þess um- komnir að draga fram í dagsljósið einhverjar þœr staðreyndir, sem enn eru huldar, svo að þessi saga verði Ijósari en nú er. írsk kristni í upphafi miðalda er um marga hluti forvitnileg. Heilagur Patrekur er talinn postuli írlands, en þangað kom hann árið 432. írar tóku kristni skömmu síðar. Kristnin náði brátt miklum þroska og hafði gagn- gjör áhrif á mótun þjóðarinnar. Er heiðnir þjóðflokkar gjörðu innrásir á England og náðu þar völdum um aldamótin 500, hörfuðu hinir kristnu íbúar landsins undan til Cornwall, Wales og hálendis Skotlands, en sumir leituðu yfir til írlands. Þetta olli því, að tengsli írsku kirkjunnar við aðrar kirkjur Vesturlanda rofnuðu og hún einangraðist um skeið. Þess vegna varð þróun mála í írsku kirkjunnj að ýmsu leyti ólík því, sem annars staðar 235
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.