Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1974, Side 74

Kirkjuritið - 01.09.1974, Side 74
ugmenni. Hann ávann sér vinsœldir og hylli allra, sem honum kynntust og hjá honum unnu. Allir áttu honum gott að gjalda, þótti vœnt um hann, virtu hann og dáðu. í Hvalfirði átti Loftur sitt annað heimili, þar sem hann dvaldist á sumr- in vegna reksturs Hvalstöðvarinnar. Sótti hann þá jafnan messur í Hall- grímskirkju og bar heill og framtíð kirkjunnar og Saurbœjar mjög fyrir brjósti. Hann var þar síðast við guðs- þjónustu réttum mánuði áður en hann dó, sunnudaginn 16. júní, er dóttur- sonur hans og nafni, Loftur Bjarni, var skírður. Það er táknrœnt og naum- ast tilviljun, að það skyldi vera síð- asta ferð hans þangað í lifanda lifi að vera þar skírnarvottur, þegar litli drengurinn, er bera skyldi nafn hans, var frœður til helgrar skírnar. Og það var honum mjög að skapi og til mik- illar gleði, að sú athöfn skyldi einmitt fara fram í þeirri kirkju, sem honum þótti svo vœnt um og, hann hafði varið hluta af lífi sínu og kröftum til að byggja og fegra. Lofti Bjarnasyni þótti mjög vœnt um Hvalfjörð, var bundinn þeirri byggð traustum böndum og lét sér annt um hag og hamingju fólksins, sem þar lifir og starfar. í Hvalfirði var hann eins og höfðingi og bróðir á meðal brœðra og systra, hollvinur á meðal vina. Hann var með afbrigðum hjálp' fús og greiðvikinn og vildi hvers manns vanda leysa. Það var eitt sum- ar fyrir mörgum árum, að staðið höfðu látlausar rigningar og óþurrkar 1 margar vikur, svo að hey bœnda lágu undir skemmdum. En svo kom þurrk- ur, og bœndur og allt þeirra fólk kepptist við að þurrka hey sín °9 koma þeim í hlöður. Þá bœttist allt í einu óvœntur, en kœrkominn liðsstyrkur. Loftur lét stöðva vinnu 1 Hvalstöðinni og sendi verkamenn sinfl á hvern bœ í sveitinni til að hjálp0 bœndum og bjarga verðmœtum. Þetta drengskaparbragð, svo og öll önnur greiðvikni hans og góðvild í 9°r^ byggðarinnar í Hvalfirði, gleymist ekki, en geymist í þakklátum hjörturn þeirra, sem sveitina byggja. Fölskvalausa tryggð slna og ást t! Hvalfjarðar og Hallgrímskirkju í Saur bœ undirstrikaði Loftur með þvi 0 kjósa sér hinzta hvílustað í Saurbcejar kirkjugarði. Þar hvílir hann i hinur^ sama heilaga reit og trúarskáld' mikla, ,,er svo vel söng, að sólin ske'n í gegnum dauðans göng." Blessuð sé minning Lofts Bjarnö sonar, trúmannsins og bœnarmann5 ins hins góða drengs og göfugmen Jón Einarsson, Sourb*' 264

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.