Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 79

Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 79
unnarbæn (Kyrie eleison) (5) eins og hún hefur verið sungin, ásamt Dýrða- söng englanna (Gloria) (6), en tilsjón- armaður (biskup) má fella hann niður, ef hann vill. Kollekta (Collecta) (7) eins og verið hefur á sunnudögum. Pistill (Epistola) (8). Þrepsöngur (Grad- uale) (9a) með tveimur versum ásamt með Hallelúja. Sekventía fellur niður, nema stutt á jólum, þó eru ekki þær bannaðar, sem vitna um Heilagan Anda. Ákvörðun er í hendi tilsjónar- manns. Guðspjall (Evangelium) (10). Kerti og reykelsi eru ekki bönnuð. Nikeönsku trúarjátninguna (11) má syngja eins og áður, en það er endan- leQa á valdi tilsjónarmanns (Epis- copus). Predikun á móðurmáli annað hvort hér eða á undan inngönguversi messunnar. Brauð og vín er borið fram undir trúarjátningunni eða eftir Predikunina, en Lúther finnur ekki nein rök í ritningunni fyrir því að blanda vínið vatni. Þá fylgir kveðja, Lyftum hjörtum (Sursum corda), Þökkum (Gratias), Prefatía: Sannarlega er það verðugt og réttvíst, skyldugt og mjög hjálpsamlegt, að vér alla tíma og á öllum stöðum þökkum þér, þú heilagi Drottinn, almáttugi faðir og eilífi Guð, fyrir Jesúm Krist vorn Drottin (18a). (Lúther fellir niður allt í Fórnunar- messunni, sem hljóðar um fórn, þar með Offertorium (12) til og með Sus- ciPe og Secreta (17), svo og allan Canon (Helgunarbænir rómversku messunar) frá Te igitur (19) til og með Per quem og doxologia (30), en held- Ur því einu, sem hann telur hreint og heilagt). Því næst fylgja innsetningar- °rö brauðsins og vínsins (24), sungin 01 e® tónlagi drottinlegrar bænar eða lesin hljótt eða upphátt að vild. Þá syngur kór Heilagur (Sanctus) (18b) og undir orðunum, „Blessaður er sá, sem kemur í nafni Drottins. Hósanna í upphæðum" (Benedictus), er brauði og kaleik lyft að venju, vegna óstyrkra, sem ekki þola svo skjóta breytingu í siðum, en einkum vegna fræðslu í predikunum á móðurmáli. Því næst er beðið Faðir vor (Oratio Dominica) (31) með undanfarandi orðum, ,,Vér skul- um biðja. Áminntir af sáluhjálplegum fyrirmælum og leiddir af guðlegri til- sögn, dirfumst vér að segja: „(Lúther fellir niður Embolismus (Libera nos), (32a) sleppir öllum táknum, sem gerð eru yfir hostíunni og með hostíunni yfir kaleiknum. Hostían er ekki brotin né brot úr henni látið í kaleikinn). Strax á eftir Faðir vor fylgir Friðarkveöja (Pax Domini) (32c), sem Lúther túlkar sem opinbera aflausn synda altaris- gesta, sem er hinn eini og verðugi undirbúningur fyrir borð Drottins, ef hún er höndluð í trú. Þá er kvöldmál- tíðar neytt fyrst af presti og síðan af fólkinu (37) og á meðan er sungið 0, þú Guðs lamb (Agnus Dei) (33). Ef bæn er flutt, þá bæn prestsins (Domine Ihesu Christi, fili dei viui) (35) flutt á undan neyzlu sakramentis- ins, en breytt þannig, að ,,vér“ er sagt í stað „ég“. Við útdeilinguna eru not- uð sömu orð og í rómversku mess- unni: „Líkami / Blóð Drottins vors Jesú Krists varðveiti sál mína / þína til ei- lífs lífs. Amen.“ Frjálst er að syngja Kommuníuvers (Communio (39). í stað lokabænarinnar um að fórn prestsins megi verða til friðþægingar (Placeat tibi) (42) skal koma hér önnur hvor bænin Quod ore eða Corpus tuum (38). 317

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.