Kirkjuritið - 01.12.1977, Side 26

Kirkjuritið - 01.12.1977, Side 26
fyrir nauðsynjum og þess háttar. Hann þarf einnig að ferðast mikið þess vegna. Ég opnaði umslagið — Gekk ekki erfiðlega að fá pen- inga að heiman, á meðan heimsstyrj- öldin stóð? — Fyrst eftir að ég sneri aftur, fékk ég fjárstuðning frá Svíþjóð. Frá Finnlandi var ekkert unnt að fá. Seinna sögðu Bretar svo Finnum stríð á hendur, og þá var að sjálfsögðu alveg loku skotið fyrir að fá nokkuð frá Finnlandi, hvort heldur var bréf eða peningar. En —, segir Aili og hlær, — peningarnir komu alltaf einhvern veg- inn. Og við sultum ekki. Ég minnist þess, að eitt sinn, þegar við þurftum að borga skólagjald fyrir drenginn, þennan, sem særðist, þá áttum við enga peninga. Og hvað gátum við tekið til bragðs? Við báðum Guð að hjálpa okkur. Og einhvern góðan dag komu svo hjón, kristniboðar, sem ég þekkti vel frá fyrri tíð. Þau höfðu verið í leyfi heima í Danmörku og Noregi, því að annað þeirra var danskt, en hitt norskt. Konan var norsk. Þau höfðu starfað í Indlandi á meðal holdsveikra, og þar hafði orðið mikil vakning. Þá höfðu þau orðið að leggja nótt við dag, til þess að sinna þeim, sem komu með vandamál sín og spurningar. Nú voru þau á leið til baka til starfs síns, en þá skall stríð- ið á, og þau komust ekki lengra, urðu að stanza í Palestínu. Kristniboðarnir í landinu efndu þá til fjársöfnunar þeim til hjálpar. En þau fengust ekki til að taka við neinu. Konan fór að vinna á samyrkjubúi, en maðurinn fór 264 í vegavinnu. Og þar sem þau unnu, báru þau frelsara sínum vitni, bæði meðal Gyðinga og annarra. Síðan sett- ust þau að í ísrael og fóru að ferðast um og dreifa Biblíunni á hebresku °9 ræða við fólk. Þau voru svo gott, kristið fólk, segir Aili með innilegri og hlýrri áherzlu, svo auðmjúkt, yfirlætislaust og skín' andi trúað fólk, að enginn gat tekið þeim illa. Allir voru reiðubúnir a^ ræða við þau og hlýða á það, sem Þa° höfðu að segja. Þegar friður komst á, fóru þau heiu1 til Danmerkur, en komu aftur einmi^ um þær mundir, sem við áttum a greiða skólagjöldin fyrir drenginn. Svo var það einu sinni á fögrUí^ morgni, að við ætluðum í göngu börnin. Þegar ég vaknaði, þann mor9" un ,fannst mér einhvern veginn, a nú mundi þessu skólagjaldi drengsi^ borgið. Og ég hafði orð á þessu vi frú Móse og Rauha Moiso, sagði Þe,r°' að mér fyndist þeim áhyggjum af létt. Þær svöruðu, að þeim hefði elí]0. ig fundizt það sama: Við þyrftum e að hafa frekari áhyggjur af því h13 Og þá komu hjónin þessi í be'^^ sókn, rétt um leið og við vorum a álf' nd leggja af stað. Við snerum þá að sj sögðu við, og þau sátu nokkra stu og spjölluðu. En þegar þau fóru ski þau eftir umslag á borði með Þe' , ummælum, að það væri smágjöf vinum í Danmörku. Ég opnaði umslagið, og þar var ^ kvæmlega skólagjaldið. Þá gátuh1 borgað það. — Og Aili bætir við: Þannig var það. Það, sem * þurftum kom alltaf einhvers staðar ^ Við þurftum aldrei að hafa neinar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.