Kirkjuritið - 01.12.1977, Page 42

Kirkjuritið - 01.12.1977, Page 42
starfið að sem flestir sýni því áhuga og frá sjónarmiði áhugamanna um kirkjunnar málefni er mikil kirkjusókn til góðs eins og uppbyggingar þeim, sem sækja guðsþjónustur. Færri velta fyrir sér, að fleira er vitnisburður um starfsemi kirkjunnar en hinar reglu- legu messugjörðir á helgum dögum. Kirkjuárið er vissulega sá rammi sem kirkjustarfið fellur eðlilega inn í. Hinar reglubundnu athafnir á helgum dögum sýna merkilega og þýðingar- mikla hlið á kirkjunni og starfi hennar. Margt af hinni augljósu og sýnilegu safnaðarstarfsemi er einmitt háð þess- um athöfnum. Þar kemur presturinn fram í þekktasta hlutverki sínu, það er að segja sem embættismaður og þjónn, fagurlega skrýddur flytur hann söfnuðinum orð Guðs, og beygir sig jafnframt í duftið fyrir hinum æðsta, auðmjúkur í skarti sínu, með sterkan boðskap hins allsvaldanda á vörum sér, boðskap sem nær út yfir gröf og dauða. Að vera kristinn er að taka við þessum boðskap í húsi Drottins að margra dómi. Sá, sem ekki fer í kirkju er ekki kristinn, hann tekur ekki við boðskap þeim, sem boðaður er af prestinum af stólnum. Þetta er sú hug- mynd, sem vafalaust flestir gera sér af kirkjulegu starfi. Þeir telja, að kirkju- sóknin ein segi mest allan sannleik- ann um stöðu þjóðkirkjunnar í íslenzku þjóðfélagi. Ekki ber ég á móti því, að þetta skipti miklu máli, en ég vara við að lesa of mikið út úr tölum eða at- hugunum, sem tengdar eru kirkjusókn. Sömuleiðis vara ég við að líta á það, sem höfuðstarf prestsins að predika á sunnudögum í kirkju sinni. Það er mikilvægt, gífurlega mikilvægt, en það er ekki allt. Mér hefur stundum dottið í hug, að skipta mætti kirkjunni í hina sýnilegu kirkju og hina ósýnilegu. Hin sýnilega kirkja er kirkja hátíðisdag' anna, samkoma, athafnanna. Hin ósýni' lega kirkja er kirkjan sem kemur til einstaklingsins í einrúmi, sú, sem l®{' ur sig varða hag og heill safnaðarins utan sunnudaganna, sú, sem bers* fyrir réttlæti, sanngirni, mannúð, kirkjan, sem óaðskiljanlegur partut menningar vorrar og þjóðlífs. Þessi áhrif eru mikil og harla flóKið að reyna að rekja þau. Um það efn1 er fjallað af öðrum á þessum vettvang1 og fjalla ég ekki frekar um þau. Hið fyrra atriðið, sem ég nefnd' snerti tengsl ríkis og kirkju, — hvern' ig staða kirkjunnar er innan ríkisheild arinnar, hin stjórnskipulega staða hennar. Um þetta atriði verður að fara nokkrum orðum. Fyrst skal þess Þ° getið, að ég mun fjalla um kirkjun8 sem stofnun innan ríkisins, og eg mun leitast við að svara þeirri spurninðLl hvernig þessi stofnun er notuð hvernig þjónustu hennar er farið- lít sem sagt á þjóðkirkjuna sem hverja aðra félagslega stofnun, sem 9e9 ^ ákveðnu hlutverki, veiti tiltekna ÞJoP ustu, sé notuð á tiltekinn hátt af m'P mörgum þegnum íslenzka ríkisins- ^ mun ekki ræða hlutverk kirkjunnar, jndvo11 henn' fræðilegan eða trúarlegan gru hennar, heldur aðeins starfsemi ar eins og hún snýr að einstaklinð og hópum innan þjóðfélagsins. Stjórnskipunarleg staða þjóðkirkjunnar ^ Fyrst er að athuga hver staða Pl° __ kirkjunnar er samkvæmt stj°r 280

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.