Kirkjuritið - 01.12.1977, Page 20

Kirkjuritið - 01.12.1977, Page 20
gert þetta fyrir mig. Hann játti því og sagði mér síðan, hvernig Guð hefði notað sig til að lækna nokkra veika menn. Upphaf þess var það, að trú- aður maður sneri sér til hans og bað hann koma og biðja fyrir barni sínu, sem lá þungt haldið með háan hita. Hann kvaðst hafa svarað því til, að hann væri ekki nógu trúarsterkur til slíks. En hinn sagði: ,,Þú ert það. Og komdu nú með mér.“ Og þeir fóru og krupu við rúm drengsins og báðu. Og hitinn hvarf þegar í stað og drengurinn varð frískur. Slíkt hafði gerzt oftar, sagði hann, — en ef hann gerði þetta, þá mætti ég aldrei segja nokkrum manni hver hefði gert það. Lækn- ingin væri einungis verk Guðs og honum einum bæri heiðurinn af því. Síðan ákváðum við daginn til þessa. Strax eftir þessar viðræður okkar, kom hjúkrunarkona til mín og sagði að yfirlæknirinn væri kominn úr leyfi. Hann hefði verið að skoða skýrslurnar um mig og vildi nú skera mig upp, og það yrði að gerast um- svifalaust. Hún spurði, hvort ég væri ekki samþykk því. Ég hugsaði: „Hvernig fer nú þetta tvennt saman, uppskurður og bæn?“ Og ég sagði við hana, að ég yrði fyrst að spyrja Guð um, hvort ég ætti að láta skera mig upp. Hún hló við og sagði: ,,Þú ert skrýtin kona, að þurfa að spyrja Guð um þess háttar. — Nú, jæja, en þá verðurðu að svara mér í kvöld.“ Ég svaraði: ,,Já, þú færð svarið eftir heimsóknartíma.“ Og ég bað Guð um að senda ein- hvern, sem gæti beðið fyrir mér, til þess að læknirinn yrði ekki einn um uppskurðinn, ef það væri vilji hans, að ég yrði skorin upp. En kæmi eng- inn slíkur, þá ætlaði ég að skilja þa^ svo, að ekki ætti að skera mig upp- Þá var fyrst hvíldarstund á sjúkra- húsinu, en síðan kom heimsóknai'" timinn. Jafnskjótt og klukkan hringd' til marks um, að heimsóknir hefjast, lukust dyrnar upp, og ipn gægðist mjög góð vinstúlka nníp- Hún hafði sjálf barizt við berkla °9 gengið undir stóran uppskurð °9 hlotið lækningu. Og hún var afa1" mikil bænakona. Þegar hún lá sjúki var hún sífellt að spyrja okkur, hvort við vildum ekki, að hún bæði fypr einhverjum. Hún hefði svo mikipp tíma til slíks. Þegar ég sá hana, vissl ég, að það var vilji Guðs, að gengi undir uppskurðinn, og Þa^ sagði ég hjúkrunarkonunni. Síðan var ég skorin upp. Einhver mistök urðu lækninum þar á. ^ heyrði hann bölva yfir því. En hva' sem því leið, þá fékk ég bata, komst aftur til ísrael. — Varstu ekki svæfð við UPP skurðinn? — Nei, aðeins staðdeyfð, svo a ég fylgdist með öllu, sem talað vpr Það voru margir stúdentar viðstadd'r’ og yfirlæknirinn sk.ýrði allt jafnhaf®' an fyrir þeim. Hver eruð þér þá? — Þetta hefur gerzt árið 1939? — Það hefur verið 1939. Ég va fyrst á sjúkrahúsinu nokkurn tJ eftir uppskurðinn, en síðan var e send á hressingarhæli fyrir þá> se 258

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.