Jörð - 01.12.1944, Síða 7
Nýja stjórnin
EKKI verður annað sagt, en að allmikil tíðindi hafi gerst á vett-
vangi stjórnmálanna íslenzku, þar sem er hin nýja þingræðis-
stjórn — sem jafnframt er samstjórn þriggja stjórnmálaflokka
— með sinni yfirlýstu stefnuskrá. T. d. hefur Sjálfstæðisflokkurinn
stigið mjög stórt spor og þýðingarmikið, undir forustu Ólafs Thors,
til viðurkenningar á gildi, réttmæti og nauðsyn félagslcgra sjónar-
miða. Á því sviði var hann vitanlega nokkuð tæpur áður, — en al-
þjóðleg þróun hefur með eldlegum hraða ófriðarins breytt mjög öll-
um viðhorfum á því sviði. Það ber vott um hæfileika og þrótt með
Sjálfstæðisflokknum, að hafa getað lagt þetta átak fram til við-
horfsbreytingar af sinni hálfu. Hvaða skilning hinsvegar ber að
leggja í afstöðu Kommúnista er ekki ljóst enn. Ta'lað er um Teheran-
„línuna“ svonefndu í því sambandi. En sé rétt til getið, að Komm-
unistar vorir fari eftir „'línum“, sem hætt er við, þá „verður sættin
á sænskan móð — sem þeir gera við Dani“ (eins og Páll Vídalín
lögmaður kvað um sátt milli þeirra hjónanna). — Alþýðuflokkur-
inn, sem er minnstur, hefur jafnmarga ráðherra í stjórninni og
stærri flokkarnir hvor um sig (slíkt er annars regla, sem fslend-
ingar ættu að beita og styðja í hvívetna, — vegna alþjóðlegrar af-
stöðu sinnar) og auk þess má heita, að stefnuskráin sé eins og
hún væri af honum samin að mestu.
Hvað sem öðru líður, er sjálfsagt að leggjast á árarnar eftir beztu
getu undir stjórn hins nýja stýrimanns, — á mcðan sama einbeitni
er í henni. Og það þó að viðurkenna verði, að vogunarlega sé
stýrt, þar sem ætlað er á það, að ekki sé nein nauðsyn að gera
meiri háttar ráðstafanir gegn verðbólgunni, sem líklegt mætti
þykja, að valda mundi hruni í atvinnuvegunum, þegar komið væri
á frjálsan vettvang alþjóðlegs markaðar að styrjöld lokinni. Hér
sýnist siglt af andagift eftir þeirri hugsjón, að einhuga þjóð
muni, með notkun nútímatækni úl' í æsar, geta afkastað tvöföldu,
þreföldu verki á við það, sem vér höfum gert undanfarið.
En — þegar athuguð eru innbyrðis viðskipti stjórnarflokkanna,
sem skemmst er á milli, Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins, þá
— vill daprast hin vonglaða trú á einhugann. Aðrar eins svívirðing-
ar og þær, sem farið hafa milli blaða þeirra flokka, síðan sam-
stjórnin var mynduð, hafa sjálfsagt sjaldan sézt í stjórnmálablaði.
TPjESSI stjórnarmyndun er „dægurmál“, þó að merk sé að ýmsu.
Hún haggar ekki vitund nauðsyn þess að leggja alveg nýjan
starfsgrundvöll fyrir stjórnmál og þar með afkomumál þjóðarinnar
— með stjórnarskrá, er skeri fyrir rætur meinanna, sem
annars taka sig allt af upp aftur — æ illkynjaðri og óviðráðanlegri.
Jörð 205
*