Jörð - 01.12.1944, Qupperneq 18
seni fram hjá ber; lýtur einungis einu takmarki, kröfum
hraðans. Við erum komin upp úr ríki liins allsumvefjandi
gróðurs, suður í Mjósyndi Svínadals, sem ligg'ur milli Saur-
hæjar og Hvammssveitar —• alfaravegur frá timum Auð-
ar djúpúðgu. Stórgrýtishjarg gnæfir í holtbarði við veginn.
Það er Kjartanssteinn, þar sem Ivjartan Ólafsson varðist og
féll fvrir Fótbít. Undir þeim steini hefur Bolli setið með
Kjartan lielsærðan í fangi og ef til vill kvalizt meira en
hinn særði. Litlu sunnar eru gljúfur i hlíðina, falin að
norðan af háu barði. Þar er Hafragil, þar sem þeir Ósvíl'-
urssynir og Bolli sátu fyrir Kjartani og biðu lengi dags
komu hans. Þar sat Bolli óráðinn um vilja sinn, undir mar-
tröð illra afla og vissi ekki, hver dagslok yrðu. Lækjar-
sytra hríslast niður gilið, yfirlætislaus og liógvær í þurrk-
um hásumarsins. Hún niðar lágt og lélt við hergstalla þá.
sem hún stiklar niður og heyrist mér harmur i nið hennar.
Bráðlega opnast breiður dalur og enn skiptir skrímslið,
sem ber okkur áfram, um róm, nöldrar friðsamlega og
rennur léttilega niður í fang dalsins.
Svínadalur og Sælingsdalur sameinast í breitt dalsmynni,
sem liggur niður að ilmynduðmn botni Hvammsfjarðar.
Sælingsdalur á sér uppruna einhvers staðar inni í þrengsl-
um fjallanna, en lokast fvrir augum ferðamannanna og
á sér dulda haga, sem komumenn gcta imyndað sér um,
hvað sem þeir vilja. Dalurinn er allur dulúðgur og nær
því sjálfbyrgingslegur, eins og hann taki með dræmingi
móti þeim, sem heimsækja liann, og vilji ekki koma allur
til móts við þá í byrjun. Hann er ríkur af holtum, mórauð-
um aurholtum og grænum lyngmóum. En i dældum og
hvolfum á hann mikla frjósemd, sem liann felur i fvrstu
fyrir augum forvitinna komumanna, í skjóli holta og hæða-
draga. Tveir toppmjóir, uppsnúnir hergstapar gnæfa
yfir öll holt og hæðir, annar yzt, en liinn fremst i dal, eins
og vígi á hvggðarendum, tvö furðuverk náttúrunnar. Það
eru Tungustapi og Ásgarðsstapi, álfahorgir þjóðsagnanna.
í Sælingsdalstungu, sem venjulega er nefnd Tunga, var
kirkja til forna. Þar bjö endur fyrir löngu ríkur bóndi.
21G .TÖRO